Erlent

Lestin sem lenti í árekstri var á röngu spori

Kjartan Kjartansson skrifar
Slysið átti sér stað skammt frá Columbia, höfuðborg Suður-Karólínu.
Slysið átti sér stað skammt frá Columbia, höfuðborg Suður-Karólínu. Vísir/AFP
Ríkisstjóri Suður-Karólínu í Bandaríkjunum segir að farþegalest Amtrak-lestarfyrirtækisins virðist hafa verið á röngu spori þegar hún rakst á flutningalest í gær. Tveir stjórnendur lestarinnar fórust og 116 manns slösuðust í slysinu.

Rannsókn beinist nú að því hvort að lestinni hafi verið beint inn á rangt spor. Lestin var á leið frá New York til Míamí þegar hún rakst á flutningalestina kl. 2:35 að staðartíma. Fremstu vagnar farþegalestarinnar fóru út af sporinu við áreksturinn.

Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC eru þrír þeirra slösuðu þungt haldnir. Flestir hlutu hins vegar aðeins skrámur og beinbrot. Henry McMaster, ríkisstjóri Suður-Karólínu, segir að farþegalestin hafi verið á 95 kílómetra hraða á klukkustund og svo virðist sem að hún hafi verið á röngu spori. Flutningalestin var á réttu spori.

Aðeins fimm dagar eru síðan önnur lest Amtrak átti þátt í árekstri sem kostaði einn lífið. Hópur þingmanna Repúblikanaflokksins var á ferð í annarri lestinni en þeir sluppu ómeiddir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×