Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 19:02 Ríkið fær 23,4 milljarða króna fyrir 13% eignarhlut sinn í Arion banka. Vísir/Stefán Ríkið ætti að selja 13% eignarhlut sinn í Arion banka til Kaupskila ehf. samkvæmt tillögu Bankasýslu ríkisins til fjármálaráðherra. Bankasýslan telur að Kaupskil hafi ótvíræðan og fortakslausan samningsbundinn rétt til að kaupa hlutinn. Kaupskil er dótturfélag Kaupþings. Félagið virkjaði kauprétt sinn í síðustu viku og sendi Bankasýslunni, sem fer með hlutinn fyrir hönd ríkisins, erindi þess efni. Bankaskýslan skilaði Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, tillögu sinni í dag. Í tilkynningu á vefsíðu sinni vísar Bankasýslan í hluthafasamkomulag frá árinu 2009 sem gefi Kaupskilum „einhliða, ótvíræðan og fortakslausan“ samningsbundinn rétt til að kaupa hlut ríkisins í Arion banka. Stofnunin hafi yfirfarið útreikning á kaupréttarverðinu og fengið staðfestingu endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á því. Niðurstaðan sé að kaupréttarverð, miðað við uppgjör þann 21. febrúar nk., sé 23.422.585.119 kr. sem sé sama verð og birtist í tilkynningu Kaupskila ehf. um nýtingu kaupréttarins. Í hluthafasamkomulaginu kom fram hvernig kaupréttarverðið skyldi reiknað út. Undirliggjandi forsendur voru að ríkissjóður skyldi ávaxta upphaflegt hlutafjárframlag sitt til bankans miðað við tiltekna vexti, 5% áhættuálag og árafjölda. Bjarni sagði í síðustu viku að 23,4 milljarðar króna fyrir eignarhlutinn væru viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann þegar hann var fjármagnaður eftir hrun árið 2009. Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Sjá meira
Ríkið ætti að selja 13% eignarhlut sinn í Arion banka til Kaupskila ehf. samkvæmt tillögu Bankasýslu ríkisins til fjármálaráðherra. Bankasýslan telur að Kaupskil hafi ótvíræðan og fortakslausan samningsbundinn rétt til að kaupa hlutinn. Kaupskil er dótturfélag Kaupþings. Félagið virkjaði kauprétt sinn í síðustu viku og sendi Bankasýslunni, sem fer með hlutinn fyrir hönd ríkisins, erindi þess efni. Bankaskýslan skilaði Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, tillögu sinni í dag. Í tilkynningu á vefsíðu sinni vísar Bankasýslan í hluthafasamkomulag frá árinu 2009 sem gefi Kaupskilum „einhliða, ótvíræðan og fortakslausan“ samningsbundinn rétt til að kaupa hlut ríkisins í Arion banka. Stofnunin hafi yfirfarið útreikning á kaupréttarverðinu og fengið staðfestingu endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á því. Niðurstaðan sé að kaupréttarverð, miðað við uppgjör þann 21. febrúar nk., sé 23.422.585.119 kr. sem sé sama verð og birtist í tilkynningu Kaupskila ehf. um nýtingu kaupréttarins. Í hluthafasamkomulaginu kom fram hvernig kaupréttarverðið skyldi reiknað út. Undirliggjandi forsendur voru að ríkissjóður skyldi ávaxta upphaflegt hlutafjárframlag sitt til bankans miðað við tiltekna vexti, 5% áhættuálag og árafjölda. Bjarni sagði í síðustu viku að 23,4 milljarðar króna fyrir eignarhlutinn væru viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann þegar hann var fjármagnaður eftir hrun árið 2009.
Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Sjá meira
Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29