Logi: Þessi hópur var hið fullkomna lið og eins og bræður mínir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 16:15 Logi Gunnarsson eftir síðasta leikinn á Eurobasket í Berlín. Vísir/Valli Logi Gunnarsson sagði Vísi frá því í dag að hann muni spila sína síðustu landsleiki í Laugardalshöllinni á föstudags- og sunnudagskvöldið. Logi hefur spilað 145 landsleiki fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og skorað meira en 1400 stig og 200 þriggja stiga körfur fyrir liðið. Vísir heyrði í Njarðvíkingnum í tilefni þessarar stóru ákvörðunnar og Logi segir vera sáttur með landsliðsferilinn þótt hann neiti því ekki að það verði erfitt að kveðja vini sína í landsliðinu. „Ég þarf að spá í þessu út frá mörgum sjónarhornum. Ég er með stóra fjölskyldu og er búinn að ræða þetta svolítið við konuna mína. Hún er búin að vera fórnfýs með því að vera með mér í þessu öll þessi sumur. Öll þessi landslið eru búin að vera svo mikið á sumrin og ég er því ekki búinn að fá almennilegt sumarfríi í átján ár,“ sagði Logi. „Ég finn það líka að það er mikið álag sem fylgir því að vera í þessu, kominn á þennan aldur. Ég var samt ánægður að vera ennþá að vera með stórt hlutverk í síðustu leikjum. Ég byrjaði inná í Tékklandi í nóvember og það er gott fyrir mig að vita að ég sé ennþá á þessum standard. Ég var í báðum Eurobasket hópnunum þótt að ég hafi verið meiri lykilmaður í fyrra skiptið. Ég var kannski í aðeins öðruvísi hlutverki síðast en var aftur kominn inn í lykilhlutverk í Tékklandi. Á meðan ég er ennþá í þessum standard þá finnst mér gott að stoppa,“ sagði Logi. Síðustu leikirnir verða á móti Finnum og Tékkum í Laugardalshöllinni. „Það er gaman að fá heimaleiki þegar körfuboltinn er á fullu. Þegar ég byrjaði landsliðsferillinn þá var það þannig og það er svo aftur þannig þegar ég hætti. Það er gaman að enda eins og maður byrjaði,“ sagði Logi en hvað með eftirminnilegasta landsleikinn?Logi fagnar körfu sinni á móti Tyrklandi.Vísir/Valli Eurobasket í Berlín það eftirminnilegasta „Það eru nokkrir stórir eins og þegar maður var að spila á móti bestu þjóðum Evrópu. Auðvitað er samt Eurobasket í Berlín það eftirminnilegasta því þarna var maður kominn á stóra sviðið með bestu þjóðum í heimi sem var eitthvað sem manni hafði aldrei dreymt um. Að fara í framlengdan leik á móti Tyrkjunum og fá að spila opnunarleikinn á móti Þjóðverjunum sem var mjög stór leikur. Svo eru líka persónulegir leikir inn á milli eins og Slóveníuleikurinn hérna heima þegar ég var ungur leikmaður og átti mjög góðan leik,“ sagði Logi en hann skoraði 29 stig í þessum leik við Slóvena sem eru núverandi Evrópumeistarar. „Þetta eru margir leikir og mörg skotin en þegar maður hugsar til baka þá er það liðseininginn og kjarninn sem stendur upp úr. Ekki þessir stóru leikir eða stigaskorið í einhverjum leikjum. Jafnvel ekki einu sinni sigrarnir heldur það að vera partur af þessum kjarna sem fór þetta langt með þetta íslenska landslið,“ sagði Logi.Logi og Hlynur Bæringsson.Vísir/Valli Að vera partur af þessu liði sem fór þá leið sem engann hafði dreymt um„Við mynduðum einhverja ótrúlega liðsheild sem þarf hjá svona smáþjóð ef hún ætlar að komast á stórmót. Það held ég að standi upp úr hjá mér að vera hluti af þessari einingu sem er toppurinn í liðsíþrótt. Að finna það að það er liðið sjálft sem skiptir svo miklu máli,“ sagði Logi og hann heldur áfram: „Að vera partur af þessu liði sem fór þá leið sem engann hafði dreymt um. Að verða fámennasta þjóðin í sögu lokamóts. Það þurfti svo mikla einstaklingsfórn hjá mörgum leikmönnum til að sameinast um eitt markmið og stefna á einn hlut. Það var svo mikilvægt fyrir mig að vera partur af því þegar allir gerðu það sem þurfti fyrir liðið. Það er ekki gefins og ekki alltaf í öllum liðum sem það kemur fram. Ég held að ég hafi aldrei fundið það eins sterkt og með íslenska A-landsliðinu. Þessi hópur var þetta fullkomna lið,“ sagði Logi.Logi Gunnarsson í leik með landsliðinu á Eurobasket.Vísir/Valli Gerðum allt fyrir hvern annan„Við gerðum allir allt fyrir hvern annan og það er ástæðan af hverjum við fórum á tvö stórmót verandi svona lítil þjóð,“ sagði Logi en hann býst við að fleiri af eldri leikmönnum landsliðsins fari að segja þetta gott á næstu misserum. „Ég held að menn fari hægt og rólega að stíga til hiðar enda erum við bara í ágætismálum. Það eru frábærir leikmenn að koma upp og maður sér sjálfan sig í mörgum af þeim. Hungraðir leikmenn sem vilja fá að komast á stóra sviðið eins og ég sjálfur þegar ég var átján. Við erum með nóg af vopnum ennþá sem eru ennþá á góðum stað. Ég held að við eldri leikmennirnir séum að stíga til hliðar og eigum að geta gert það af því við erum ekki að skilja liðið eftir í einhverjum vandræðum,“ sagði Logi. Logi er að leggja landsliðsskóna sína á hilluna en hann ætlar ekki að hætta að spila með Njarðvík. „Ekki alveg strax. Mér líður það vel ennþá en ég þarf að hafa fyrir því að vera á þessum stað. Þess vegna finn ég það að mér finnst gott að geta farið frá þessu þegar ég er ennþá í topp standi. Mér finnst ég geta spilað lengur með félagsliðinu mínu og ég ætla að gera það áfram,“ sagði Logi en það verður skrýtið að kveðja landsliðið.Þriggja stiga karfan sem tryggði framlenginguna á móti Tyrkjum. Vísir/ValliÞekkir ekkert annað „Maður þekkir ekkert annað en að spila fyrir Ísland og það hefur oft verið það sem stendur upp úr á hverju ári hjá mér þegar ég er að fara að hitta þessa stráka. Það er eiginlega aðalmálið að fara að hitta þá og vera með þeim. Þetta eru eins og bræður manns,“ sagði Logi. „Það verður tilfinningaþrungið að þurfa að skilja við leikmennina. Ég er samt mjög sáttur. Þegar ég spilaði minn fyrsta landsleik átján ára gamall þá var það aldrei í umræðunni og engum óraði fyrir að við myndum einhvern tímann komast á stórmót og hvað þá tvisvar. Gera það líka með þessum vinum mínum. Maður eignaðist sína bestu vini í gegnum þetta landslið og tekur það mest út úr þessu ásamt því að hafa farið á stórmót. Það gat í raunninni ekki verið flottari landsliðsferill eftir að hafa endað á þessum tveimur stórmótum,“ sagði Logi.Vísir/Valli Körfubolti Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ „Hefði viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt“ Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 90-93 | Stólarnir fyrstir til að vinna Grindvíkinga í vetur Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 87-114 | Sigurganga Stjörnunnar heldur áfram „Búinn að öskra þannig að ég reyndi að vera uppbyggjandi“ Adam Eiður: Þetta var viðbjóður „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Njarðvík 76-91 | Shabazz með sýningu Uppgjörið: ÍR - Þór Þ. 73-84 | Biðin lengist eftir fyrsta sigri nýliðanna Uppgjörið: KR - Álftanes 72-84 | Álftanes sigldi fyrsta sigrinum í höfn Uppgjörið: Valur - Keflavík 104-80 | Valsmenn miklu sterkari í lokin Martin langstigahæstur hjá liði sínu í Euroleague Gaz-leikur Pavels: Mjólkurglasið staðið lengi og fer brátt að súrna Busaði soninn í nýrri auglýsingu „Við þurftum aðeins bara að ná andanum“ Keflavíkurkonur hefndu fyrir Meistarakeppnina Elvar atkvæðamikill í toppslagnum en varð að sætta sig við tap Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 57-79 | Botnlið Njarðvíkur vann topplið Hauka Bæði bikarmeistaraliðin fá krefjandi verkefni Sjá meira
Logi Gunnarsson sagði Vísi frá því í dag að hann muni spila sína síðustu landsleiki í Laugardalshöllinni á föstudags- og sunnudagskvöldið. Logi hefur spilað 145 landsleiki fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og skorað meira en 1400 stig og 200 þriggja stiga körfur fyrir liðið. Vísir heyrði í Njarðvíkingnum í tilefni þessarar stóru ákvörðunnar og Logi segir vera sáttur með landsliðsferilinn þótt hann neiti því ekki að það verði erfitt að kveðja vini sína í landsliðinu. „Ég þarf að spá í þessu út frá mörgum sjónarhornum. Ég er með stóra fjölskyldu og er búinn að ræða þetta svolítið við konuna mína. Hún er búin að vera fórnfýs með því að vera með mér í þessu öll þessi sumur. Öll þessi landslið eru búin að vera svo mikið á sumrin og ég er því ekki búinn að fá almennilegt sumarfríi í átján ár,“ sagði Logi. „Ég finn það líka að það er mikið álag sem fylgir því að vera í þessu, kominn á þennan aldur. Ég var samt ánægður að vera ennþá að vera með stórt hlutverk í síðustu leikjum. Ég byrjaði inná í Tékklandi í nóvember og það er gott fyrir mig að vita að ég sé ennþá á þessum standard. Ég var í báðum Eurobasket hópnunum þótt að ég hafi verið meiri lykilmaður í fyrra skiptið. Ég var kannski í aðeins öðruvísi hlutverki síðast en var aftur kominn inn í lykilhlutverk í Tékklandi. Á meðan ég er ennþá í þessum standard þá finnst mér gott að stoppa,“ sagði Logi. Síðustu leikirnir verða á móti Finnum og Tékkum í Laugardalshöllinni. „Það er gaman að fá heimaleiki þegar körfuboltinn er á fullu. Þegar ég byrjaði landsliðsferillinn þá var það þannig og það er svo aftur þannig þegar ég hætti. Það er gaman að enda eins og maður byrjaði,“ sagði Logi en hvað með eftirminnilegasta landsleikinn?Logi fagnar körfu sinni á móti Tyrklandi.Vísir/Valli Eurobasket í Berlín það eftirminnilegasta „Það eru nokkrir stórir eins og þegar maður var að spila á móti bestu þjóðum Evrópu. Auðvitað er samt Eurobasket í Berlín það eftirminnilegasta því þarna var maður kominn á stóra sviðið með bestu þjóðum í heimi sem var eitthvað sem manni hafði aldrei dreymt um. Að fara í framlengdan leik á móti Tyrkjunum og fá að spila opnunarleikinn á móti Þjóðverjunum sem var mjög stór leikur. Svo eru líka persónulegir leikir inn á milli eins og Slóveníuleikurinn hérna heima þegar ég var ungur leikmaður og átti mjög góðan leik,“ sagði Logi en hann skoraði 29 stig í þessum leik við Slóvena sem eru núverandi Evrópumeistarar. „Þetta eru margir leikir og mörg skotin en þegar maður hugsar til baka þá er það liðseininginn og kjarninn sem stendur upp úr. Ekki þessir stóru leikir eða stigaskorið í einhverjum leikjum. Jafnvel ekki einu sinni sigrarnir heldur það að vera partur af þessum kjarna sem fór þetta langt með þetta íslenska landslið,“ sagði Logi.Logi og Hlynur Bæringsson.Vísir/Valli Að vera partur af þessu liði sem fór þá leið sem engann hafði dreymt um„Við mynduðum einhverja ótrúlega liðsheild sem þarf hjá svona smáþjóð ef hún ætlar að komast á stórmót. Það held ég að standi upp úr hjá mér að vera hluti af þessari einingu sem er toppurinn í liðsíþrótt. Að finna það að það er liðið sjálft sem skiptir svo miklu máli,“ sagði Logi og hann heldur áfram: „Að vera partur af þessu liði sem fór þá leið sem engann hafði dreymt um. Að verða fámennasta þjóðin í sögu lokamóts. Það þurfti svo mikla einstaklingsfórn hjá mörgum leikmönnum til að sameinast um eitt markmið og stefna á einn hlut. Það var svo mikilvægt fyrir mig að vera partur af því þegar allir gerðu það sem þurfti fyrir liðið. Það er ekki gefins og ekki alltaf í öllum liðum sem það kemur fram. Ég held að ég hafi aldrei fundið það eins sterkt og með íslenska A-landsliðinu. Þessi hópur var þetta fullkomna lið,“ sagði Logi.Logi Gunnarsson í leik með landsliðinu á Eurobasket.Vísir/Valli Gerðum allt fyrir hvern annan„Við gerðum allir allt fyrir hvern annan og það er ástæðan af hverjum við fórum á tvö stórmót verandi svona lítil þjóð,“ sagði Logi en hann býst við að fleiri af eldri leikmönnum landsliðsins fari að segja þetta gott á næstu misserum. „Ég held að menn fari hægt og rólega að stíga til hiðar enda erum við bara í ágætismálum. Það eru frábærir leikmenn að koma upp og maður sér sjálfan sig í mörgum af þeim. Hungraðir leikmenn sem vilja fá að komast á stóra sviðið eins og ég sjálfur þegar ég var átján. Við erum með nóg af vopnum ennþá sem eru ennþá á góðum stað. Ég held að við eldri leikmennirnir séum að stíga til hliðar og eigum að geta gert það af því við erum ekki að skilja liðið eftir í einhverjum vandræðum,“ sagði Logi. Logi er að leggja landsliðsskóna sína á hilluna en hann ætlar ekki að hætta að spila með Njarðvík. „Ekki alveg strax. Mér líður það vel ennþá en ég þarf að hafa fyrir því að vera á þessum stað. Þess vegna finn ég það að mér finnst gott að geta farið frá þessu þegar ég er ennþá í topp standi. Mér finnst ég geta spilað lengur með félagsliðinu mínu og ég ætla að gera það áfram,“ sagði Logi en það verður skrýtið að kveðja landsliðið.Þriggja stiga karfan sem tryggði framlenginguna á móti Tyrkjum. Vísir/ValliÞekkir ekkert annað „Maður þekkir ekkert annað en að spila fyrir Ísland og það hefur oft verið það sem stendur upp úr á hverju ári hjá mér þegar ég er að fara að hitta þessa stráka. Það er eiginlega aðalmálið að fara að hitta þá og vera með þeim. Þetta eru eins og bræður manns,“ sagði Logi. „Það verður tilfinningaþrungið að þurfa að skilja við leikmennina. Ég er samt mjög sáttur. Þegar ég spilaði minn fyrsta landsleik átján ára gamall þá var það aldrei í umræðunni og engum óraði fyrir að við myndum einhvern tímann komast á stórmót og hvað þá tvisvar. Gera það líka með þessum vinum mínum. Maður eignaðist sína bestu vini í gegnum þetta landslið og tekur það mest út úr þessu ásamt því að hafa farið á stórmót. Það gat í raunninni ekki verið flottari landsliðsferill eftir að hafa endað á þessum tveimur stórmótum,“ sagði Logi.Vísir/Valli
Körfubolti Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ „Hefði viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt“ Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 90-93 | Stólarnir fyrstir til að vinna Grindvíkinga í vetur Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 87-114 | Sigurganga Stjörnunnar heldur áfram „Búinn að öskra þannig að ég reyndi að vera uppbyggjandi“ Adam Eiður: Þetta var viðbjóður „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Njarðvík 76-91 | Shabazz með sýningu Uppgjörið: ÍR - Þór Þ. 73-84 | Biðin lengist eftir fyrsta sigri nýliðanna Uppgjörið: KR - Álftanes 72-84 | Álftanes sigldi fyrsta sigrinum í höfn Uppgjörið: Valur - Keflavík 104-80 | Valsmenn miklu sterkari í lokin Martin langstigahæstur hjá liði sínu í Euroleague Gaz-leikur Pavels: Mjólkurglasið staðið lengi og fer brátt að súrna Busaði soninn í nýrri auglýsingu „Við þurftum aðeins bara að ná andanum“ Keflavíkurkonur hefndu fyrir Meistarakeppnina Elvar atkvæðamikill í toppslagnum en varð að sætta sig við tap Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 57-79 | Botnlið Njarðvíkur vann topplið Hauka Bæði bikarmeistaraliðin fá krefjandi verkefni Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti