Arsenal gerði út um ævintýrið │ Sjáðu mörkin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 19:45 Arsenal svo gott sem gerði út um öskubuskuævintýri sænska liðsins Östersunds í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í fótbolta. Östersunds, sem var ekki til þegar Arsene Wenger tók við liði Arsenal, vissi að verkefnið yrði ærið, en það varð þó mun erfiðara þegar Nacho Monreal skoraði fyrsta mark Arsenal strax á 13. mínútu eftir að boltinn datt fyrir hann í teignum. Varnarmenn Östersunds voru eins svellkaldir og veðráttann þegar þeir reyndu að spila boltanum á milli sín innan eigin vítateigs sem fór ekki betur en svo að Sotirios Papagiannopoulos skoraði sjálfsmark á 24. mínútu eftir fyrirgjöf Danny Welbeck. Staðan í hálfleik var 2-0 en heimamenn höfðu unnið sig betur inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks. Eftir um klukkutíma leik vildu heimamenn fá vítaspyrnu en dómari leiksins gaf ekkert og mínútu seinna skoraði Mesut Özil úr fyrstu sókn Arsenal í hálfleiknum. Östersunds fékk svo gullið tækifæri til þess að minnka metin og halda sér inni í einvíginu þegar dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu á Hector Bellerin á 90. mínútu. David Ospina varði hins vegar spyrnu Tom Pettersson og lokatölur urðu 3-0. Sænska liðið á bratta brekku fram undan á Emirates vellinum í seinni leiknum sem fram fer í næstu viku. Evrópudeild UEFA
Arsenal svo gott sem gerði út um öskubuskuævintýri sænska liðsins Östersunds í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í fótbolta. Östersunds, sem var ekki til þegar Arsene Wenger tók við liði Arsenal, vissi að verkefnið yrði ærið, en það varð þó mun erfiðara þegar Nacho Monreal skoraði fyrsta mark Arsenal strax á 13. mínútu eftir að boltinn datt fyrir hann í teignum. Varnarmenn Östersunds voru eins svellkaldir og veðráttann þegar þeir reyndu að spila boltanum á milli sín innan eigin vítateigs sem fór ekki betur en svo að Sotirios Papagiannopoulos skoraði sjálfsmark á 24. mínútu eftir fyrirgjöf Danny Welbeck. Staðan í hálfleik var 2-0 en heimamenn höfðu unnið sig betur inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks. Eftir um klukkutíma leik vildu heimamenn fá vítaspyrnu en dómari leiksins gaf ekkert og mínútu seinna skoraði Mesut Özil úr fyrstu sókn Arsenal í hálfleiknum. Östersunds fékk svo gullið tækifæri til þess að minnka metin og halda sér inni í einvíginu þegar dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu á Hector Bellerin á 90. mínútu. David Ospina varði hins vegar spyrnu Tom Pettersson og lokatölur urðu 3-0. Sænska liðið á bratta brekku fram undan á Emirates vellinum í seinni leiknum sem fram fer í næstu viku.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“