Fleiri en gagnkynhneigðir karlmenn sem ættu að taka MeToo herferðina til sín Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 13:00 Helgi Ómarsson segir að MeToo herferðin hafi heppnast vel en fleiri en gagnkynhneigðir karlar ættu að læra af henni. Úr einkasafni Helgi Ómarsson ljósmyndari, fagurkeri og bloggari á Trendnet segist ótrúlega þakklátur fyrir „kröftugu og mögnuðu #MeToo herferðina“ en sjálfur náði hann ekki að finna sinn sess í umræðunni. Helgi er samkynhneigður karlmaður og hefur mjög oft upplifað kynferðislegri áreitni og að fólk virði ekki hans mörk. „Þetta hefur lengi blundað í mér og ég hef bara verið gjarn á að ýta þessu til hliðar, vera ekkert að fara hrista upp í hlutunum. Þangað til að ég fattaði að það er nákvæmlega það sem maður á að vera gera því annars verða engar breytingar,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann birti einlægan pistil á Facebook í dag þar sem hann vildi varpa ljósi á nýja hlið á #MeToo.Verið áreittur af körlum og konum „Ég hugleiði í sturtu og það var bara í fyrradag sem ég fann hvað þetta lá þungt á mér. Mér finnst oft erfitt að hugsa um mína upplifun og reyni að forðast það. Þá vissi ég eiginlega hvað ég átti að gera. Það var að skrifa þetta niður og deila með vinum.“ Helgi skrifaði pistilinn því honum fannst mikilvægt að þessi hlið á #MeToo kæmi fram. Hann skrifaði samt að hann væri óviss um það hvernig hann ætti að koma þessu frá sér án þess að stíga á tær eða gera of lítið eða of mikið úr einu eða öðru. „Mér finnst þetta nokkuð mikilvægt því ég fann þetta frá eigin upplifun, að ég vissi ekki alveg hvar ég átti að staðsetja sjálfan mig í þessum málum. Ég er karlmaður, en ég get ekki talið hversu oft ég hef verið áreittur af karlmanni. Þaðan hugsa ég um skuggahliðar „gay kúltúrsins,“ hversu samþykkt það er að vera káfaður á, og hversu kynvæddur þessi kúltúr er. Það hefur alltaf verið vandamál fyrir mig. Bæði stereótýpur sem geta eyðilagt fyrir manni og í raun hvar normið liggur í þessum kúltúr. Einnig má heldur ekki gleyma að sem samkynhneigður karlmaður hef ég oft lent í áreiti frá kvenmönnum, þær upplifanir sitja alveg jafn fast í manni. Þetta er hreinlega ekkert sem hefur verið rætt eða neitt sem ég hef séð á yfirborðinu. Mér finnst þessi hlið umræðunnar alveg þess virði að opna líka. Því þetta snýst kannski ekki um að benda á einn hóp eða annan, heldur bara að læra, skilja og mennta sig aðeins hvað kynferðislegt áreiti varðar. MeToo gildir um okkur öll.“Úr einkasafniHélt að þetta væri partur af þessu Helgi segir að margt hafi breyst síðan hann kom sjálfur út úr skápnum. „Ef ég hugsa tilbaka, þá hefur alveg ótrúlega mikið vatn runnið til sjávar síðan ég kom út úr skápnum. Þar vissi ég í raun bara hvað samkynhneigð, tvíkynhneigð og gagnkynhneigð var. Þar hafði ég bara karakterana í sjónvarpinu, eða það sem maður las í blöðunum, eða glimmerið og „glamið“ sem var beint fyrir framan nefið á manni. Ég vissi ekki að maður gat verið maður sjálfur. Ég fór í hommahlutverkið, því það var það sem ég hélt að ég þyrfti að gera. Ég hélt að svoleiðis væri maður hommi. Því augljóslega var ég skotinn af strákum. Í dag er staðreyndin að ég sé hommi enginn partur af mér, ef svo má orða. Nema að ég er ástfanginn af manninum mínum.“ Að hans mati eru það ekki aðeins gagnkynhneigðir karlmenn sem ættu að taka #MeToo herferðina til sín og læra af henni. „Ég er karlmaður sem heillast af karlmönnum. Ég hef lent í ýmsu í gegnum síðustu tæplega tíu ár sem ég hef verið út úr skápnum og samþykkt að ég heillast að sama kyni. Mín fyrstu ár út úr skápnum var mér smá misskilningur innra með mér, þar sem ég hélt að ég þyrfti að sætta mig við það sem gerðist innan „queer kúltúr“ landsins ef svo má orða. Nú var ég hommi, og það þýddi að ég þurfti að veita vinkonum ráð, sætta mig við að hinir hommarnir á skemmtistöðunum voru ágengir, gripið í klof, rass, áreittur, af bæði karlmönnum og kvenmönnum einnig. Allt út af því að ég var nú hommi, þetta er greinilega það sem við eigum bara að sætta okkur við.“ Helgi lýsir því þannig að oft hafi hann ekki getað sofnað eftir að hann hafi farið út á lífið, bara vegna áreitninnar sem hann hafi orðið fyrir. Einhver hafði farið inn á buxurnar hans eða haldið honum niðri af því að hann átti að kyssa einhverja eldri konu eða sterkan mann. „Ég var nokkuð vissum að þetta væri bara eitthvað sem væri partur af þessu og ég þyrfti bara að kyngja því og halda áfram og reyna setja mínar grensur, rétt eins og kannski konum líður.“Úr einkasafniEnnþá grófara í Danmörku Margt af því sem Helgi upplifði situr enn fast í minni hans í dag og verður honum flökurt við að hugsa um það. Í dag býr Helgi í Kaupmannahöfn þar sem hann starfar meðal annars hjá Elite umboðsskrifstofunni. „Ég hef lent í ansi mörgum rökræðum og nánast rifrildum við Dani varðandi #MeToo. Þetta er ekki eins og heima. Hér er öllu sópað undir teppi. Ég sækist í alla mína vitund og þekkingu heim til Íslands og til vina minna þar. Við erum svo framarlega þegar að þessum málum kemur að ég get ekki annað en verið alveg ótrúlega stoltur Íslendingur hvað þessi mál varðar. Þetta er allt öðruvísi hér. Danir eru allavega 10 árum á eftir, ef ekki meira.“ Hann segist sakna Íslands á hverjum degi og stefnir á að koma meira heim á næstunni. „Eftir að ég flutti til Kaupmannahafnar, fyrir tæpum sex árum hef ég farið inn á „Gay stað,“ kannski sex sinnum. Því þar er þetta örugglega tíu sinnum grófara og ég finn ekki minn sess. Þetta er bara ekki ég. Ég hef síðan ég flutti haldið mér frá skemmtanalífinu hér, því ég hreinlega fæ mig ekki til þess.” Helgi segir að hann hafi lent í allt of mörgum ömurlegum og óþægilegum hlutum sem hann hafi ekki gefið samþykki fyrir. Hann segir að þetta taki oft á sálarlífið en áður fyrr hélt hann að hann þyrfti bara að sætta sig við þetta. „Ég hef alltaf verið á því að ef ég ætla mér til dæmis, að labba inn á gay bar hérna í Kaupmannahöfn, að þetta eru bara afleiðingarnar, svona er þetta bara. Ég hélt þetta væri bara partur af því að vera samkynhneigður. Eins heimskulegt og það hljómar. Það er bara ekki rétt. Ég tel #MeToo vera svo ótrúlega mikilvægt fyrir alla. Fá alla til að hugsa sig um. Þessi herferð kenndi mér helling, og hjálpaði mér helling um leið og ég leyfði henni að eiga við mig líka.“Úr einkasafniTíminn er núna Með pistlinum vildi Helgi varpa ljósi á skuggahliðar þessa kúltúrs og benda fólki á það hversu gróf kynferðisleg áreitni getur verið þar. „Við megum líka stíga fram og segja frá. „Gay kúltúr“ á ekki að taka neitt af okkur, því við eigum okkur líka sjálf. Við þurfum ekki að sætta okkur við kynferðislegt áreiti heldur. Ef þið spyrjið mig, þá eiga ekki bara gagnhneigðir karlmenn að hugsa sig tvisvar um og læra um #MeToo og taka herferðina til sín,” skrifar Helgi í pistlinum sínum. Hann segir mikilvægt að opna þessa umræðu því margt þurfi að breytast. „Sama hvaða hópa um er að ræða. Að ná fram breytingum er svo miklu meira en að segja það, þess vegna er árangur #MeToo umræðunnar svo stórkostlegur! Hvað varðar skuggahlið „gay kúltúrs“, þá þurfum við sem erum partur af LGBTQ að halda áfram að láta í okkur heyra. Við þurfum að vera sýnileg og brjóta upp staðalímyndirnar, hrista upp í hlutunum, koma hreint fram, hrópa hátt ef fólk hlustar ekki og fá fólk til að hugsa, allt fólk að öllu leyti. Tíminn er núna, og nú skulum við nýta það.“ Hann vonar að sinn pistill veki fólk til umhugsunar. „Ég reyni alltaf að vera vongóður, og vona alltaf hið besta. Ef ég get miðlað minni upplifun á einhvern, sem svo miðlar sinni upplifun til annars. Þá er ég búinn að ná mínu markmiði með að opna mig á minni Facebook síðu. Við þurfum að standa saman, og sýna stuðning. Þá gerast magnaðir hlutir.“ Helgi er með opinn Snapchat aðgang undir notendanafninu helgiomars þar sem hann fer yfir ýmis málefni ásamt því að hann gefur innblik í lífið sitt. Pistil hans má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. MeToo Viðtal Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Helgi Ómarsson ljósmyndari, fagurkeri og bloggari á Trendnet segist ótrúlega þakklátur fyrir „kröftugu og mögnuðu #MeToo herferðina“ en sjálfur náði hann ekki að finna sinn sess í umræðunni. Helgi er samkynhneigður karlmaður og hefur mjög oft upplifað kynferðislegri áreitni og að fólk virði ekki hans mörk. „Þetta hefur lengi blundað í mér og ég hef bara verið gjarn á að ýta þessu til hliðar, vera ekkert að fara hrista upp í hlutunum. Þangað til að ég fattaði að það er nákvæmlega það sem maður á að vera gera því annars verða engar breytingar,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann birti einlægan pistil á Facebook í dag þar sem hann vildi varpa ljósi á nýja hlið á #MeToo.Verið áreittur af körlum og konum „Ég hugleiði í sturtu og það var bara í fyrradag sem ég fann hvað þetta lá þungt á mér. Mér finnst oft erfitt að hugsa um mína upplifun og reyni að forðast það. Þá vissi ég eiginlega hvað ég átti að gera. Það var að skrifa þetta niður og deila með vinum.“ Helgi skrifaði pistilinn því honum fannst mikilvægt að þessi hlið á #MeToo kæmi fram. Hann skrifaði samt að hann væri óviss um það hvernig hann ætti að koma þessu frá sér án þess að stíga á tær eða gera of lítið eða of mikið úr einu eða öðru. „Mér finnst þetta nokkuð mikilvægt því ég fann þetta frá eigin upplifun, að ég vissi ekki alveg hvar ég átti að staðsetja sjálfan mig í þessum málum. Ég er karlmaður, en ég get ekki talið hversu oft ég hef verið áreittur af karlmanni. Þaðan hugsa ég um skuggahliðar „gay kúltúrsins,“ hversu samþykkt það er að vera káfaður á, og hversu kynvæddur þessi kúltúr er. Það hefur alltaf verið vandamál fyrir mig. Bæði stereótýpur sem geta eyðilagt fyrir manni og í raun hvar normið liggur í þessum kúltúr. Einnig má heldur ekki gleyma að sem samkynhneigður karlmaður hef ég oft lent í áreiti frá kvenmönnum, þær upplifanir sitja alveg jafn fast í manni. Þetta er hreinlega ekkert sem hefur verið rætt eða neitt sem ég hef séð á yfirborðinu. Mér finnst þessi hlið umræðunnar alveg þess virði að opna líka. Því þetta snýst kannski ekki um að benda á einn hóp eða annan, heldur bara að læra, skilja og mennta sig aðeins hvað kynferðislegt áreiti varðar. MeToo gildir um okkur öll.“Úr einkasafniHélt að þetta væri partur af þessu Helgi segir að margt hafi breyst síðan hann kom sjálfur út úr skápnum. „Ef ég hugsa tilbaka, þá hefur alveg ótrúlega mikið vatn runnið til sjávar síðan ég kom út úr skápnum. Þar vissi ég í raun bara hvað samkynhneigð, tvíkynhneigð og gagnkynhneigð var. Þar hafði ég bara karakterana í sjónvarpinu, eða það sem maður las í blöðunum, eða glimmerið og „glamið“ sem var beint fyrir framan nefið á manni. Ég vissi ekki að maður gat verið maður sjálfur. Ég fór í hommahlutverkið, því það var það sem ég hélt að ég þyrfti að gera. Ég hélt að svoleiðis væri maður hommi. Því augljóslega var ég skotinn af strákum. Í dag er staðreyndin að ég sé hommi enginn partur af mér, ef svo má orða. Nema að ég er ástfanginn af manninum mínum.“ Að hans mati eru það ekki aðeins gagnkynhneigðir karlmenn sem ættu að taka #MeToo herferðina til sín og læra af henni. „Ég er karlmaður sem heillast af karlmönnum. Ég hef lent í ýmsu í gegnum síðustu tæplega tíu ár sem ég hef verið út úr skápnum og samþykkt að ég heillast að sama kyni. Mín fyrstu ár út úr skápnum var mér smá misskilningur innra með mér, þar sem ég hélt að ég þyrfti að sætta mig við það sem gerðist innan „queer kúltúr“ landsins ef svo má orða. Nú var ég hommi, og það þýddi að ég þurfti að veita vinkonum ráð, sætta mig við að hinir hommarnir á skemmtistöðunum voru ágengir, gripið í klof, rass, áreittur, af bæði karlmönnum og kvenmönnum einnig. Allt út af því að ég var nú hommi, þetta er greinilega það sem við eigum bara að sætta okkur við.“ Helgi lýsir því þannig að oft hafi hann ekki getað sofnað eftir að hann hafi farið út á lífið, bara vegna áreitninnar sem hann hafi orðið fyrir. Einhver hafði farið inn á buxurnar hans eða haldið honum niðri af því að hann átti að kyssa einhverja eldri konu eða sterkan mann. „Ég var nokkuð vissum að þetta væri bara eitthvað sem væri partur af þessu og ég þyrfti bara að kyngja því og halda áfram og reyna setja mínar grensur, rétt eins og kannski konum líður.“Úr einkasafniEnnþá grófara í Danmörku Margt af því sem Helgi upplifði situr enn fast í minni hans í dag og verður honum flökurt við að hugsa um það. Í dag býr Helgi í Kaupmannahöfn þar sem hann starfar meðal annars hjá Elite umboðsskrifstofunni. „Ég hef lent í ansi mörgum rökræðum og nánast rifrildum við Dani varðandi #MeToo. Þetta er ekki eins og heima. Hér er öllu sópað undir teppi. Ég sækist í alla mína vitund og þekkingu heim til Íslands og til vina minna þar. Við erum svo framarlega þegar að þessum málum kemur að ég get ekki annað en verið alveg ótrúlega stoltur Íslendingur hvað þessi mál varðar. Þetta er allt öðruvísi hér. Danir eru allavega 10 árum á eftir, ef ekki meira.“ Hann segist sakna Íslands á hverjum degi og stefnir á að koma meira heim á næstunni. „Eftir að ég flutti til Kaupmannahafnar, fyrir tæpum sex árum hef ég farið inn á „Gay stað,“ kannski sex sinnum. Því þar er þetta örugglega tíu sinnum grófara og ég finn ekki minn sess. Þetta er bara ekki ég. Ég hef síðan ég flutti haldið mér frá skemmtanalífinu hér, því ég hreinlega fæ mig ekki til þess.” Helgi segir að hann hafi lent í allt of mörgum ömurlegum og óþægilegum hlutum sem hann hafi ekki gefið samþykki fyrir. Hann segir að þetta taki oft á sálarlífið en áður fyrr hélt hann að hann þyrfti bara að sætta sig við þetta. „Ég hef alltaf verið á því að ef ég ætla mér til dæmis, að labba inn á gay bar hérna í Kaupmannahöfn, að þetta eru bara afleiðingarnar, svona er þetta bara. Ég hélt þetta væri bara partur af því að vera samkynhneigður. Eins heimskulegt og það hljómar. Það er bara ekki rétt. Ég tel #MeToo vera svo ótrúlega mikilvægt fyrir alla. Fá alla til að hugsa sig um. Þessi herferð kenndi mér helling, og hjálpaði mér helling um leið og ég leyfði henni að eiga við mig líka.“Úr einkasafniTíminn er núna Með pistlinum vildi Helgi varpa ljósi á skuggahliðar þessa kúltúrs og benda fólki á það hversu gróf kynferðisleg áreitni getur verið þar. „Við megum líka stíga fram og segja frá. „Gay kúltúr“ á ekki að taka neitt af okkur, því við eigum okkur líka sjálf. Við þurfum ekki að sætta okkur við kynferðislegt áreiti heldur. Ef þið spyrjið mig, þá eiga ekki bara gagnhneigðir karlmenn að hugsa sig tvisvar um og læra um #MeToo og taka herferðina til sín,” skrifar Helgi í pistlinum sínum. Hann segir mikilvægt að opna þessa umræðu því margt þurfi að breytast. „Sama hvaða hópa um er að ræða. Að ná fram breytingum er svo miklu meira en að segja það, þess vegna er árangur #MeToo umræðunnar svo stórkostlegur! Hvað varðar skuggahlið „gay kúltúrs“, þá þurfum við sem erum partur af LGBTQ að halda áfram að láta í okkur heyra. Við þurfum að vera sýnileg og brjóta upp staðalímyndirnar, hrista upp í hlutunum, koma hreint fram, hrópa hátt ef fólk hlustar ekki og fá fólk til að hugsa, allt fólk að öllu leyti. Tíminn er núna, og nú skulum við nýta það.“ Hann vonar að sinn pistill veki fólk til umhugsunar. „Ég reyni alltaf að vera vongóður, og vona alltaf hið besta. Ef ég get miðlað minni upplifun á einhvern, sem svo miðlar sinni upplifun til annars. Þá er ég búinn að ná mínu markmiði með að opna mig á minni Facebook síðu. Við þurfum að standa saman, og sýna stuðning. Þá gerast magnaðir hlutir.“ Helgi er með opinn Snapchat aðgang undir notendanafninu helgiomars þar sem hann fer yfir ýmis málefni ásamt því að hann gefur innblik í lífið sitt. Pistil hans má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
MeToo Viðtal Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira