Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2018 12:01 Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson ætla sér borgarstjórastólinn. Vísir Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þurfti frá að hverfa á fundi þingmanna Reykjavíkur og borgarstjórnar í Höfða eftir hádegið í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í borginni, tók Eyþór með sér á fundinn. „Guðlaugur Þór utanríkisráðherra biður mig að mæta með sér klukkan hálf þrjú að hitta borgarstjórn. Ég er nýr oddviti í þeim flokki sem er stærstur og þigg það strax. Ég tel það gott fyrir Reykvíkinga að þingmenn fái skýra og sterka rödd sem segir ríkinu að gleyma okkur ekki, um það snýst samtalið,“ segir Eyþór í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Vísis ráku margir fundargestir upp stór augu þegar þeir sáu Eyþór í Höfða. Meðal þeirra sem þangað voru mættir voru Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fundurinn er ekki sá fyrsti sinnar tegundar. Nú stendur yfir kjördæmavika þingmanna og hafa slíkar vikur áður verið nýttar til funda á borð við þennan. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri varð var við Eyþór og benti honum á að um væri að ræða fund fyrir þingmenn borgarinnar og borgarstjórn. Honum væri því ekki boðið frekar en öðrum sem ekki hefðu fengið fundarboð. Guðlaugur Þór Þórðarson dómsmálaráðherra er þingmaður Sjálfstæðismanna í Reykjavík.vísir/stefánÆtlaði að setjast við fundarborðið Eyþór hélt þó kyrru fyrir og þegar borgarstjóri bauð fundargestum um að fá sér sæti, nú skyldi fundað, ætlaði Eyþór að tylla sér við borðið. „En þá bar svo við að Dagur vildi ekki þiggja þess aðstoð og sagði þetta ekki frambjóðendafund. Þannig að ég kvaddi bara kaffiboðið og sagði við hann að það væri fínt þá að halda frambjóðendafund sem fyrst og að hann skyldi haldinn í Höfða,“ bætir Eyþór við. Guðlaugur Þór maldaði í móinn fyrir flokksfélaga sinn sem ákvað þó að yfirgefa samkomuna. Dagur segir í samtali við Vísi málið ósköp einfalt. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi.“ Vísaði Dagur til þess að Vigdís Hauksdóttir væri sömuleiðis oddviti í Reykjavík, fyrir Miðflokkinn.Utanríkisráðherra steinhissa Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa trúað því sem fyrir augu bar á fundinum í gær. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu,“ segir Guðlaugur í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 13:02 með ummælum frá Guðlaugi Þór. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15 Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þurfti frá að hverfa á fundi þingmanna Reykjavíkur og borgarstjórnar í Höfða eftir hádegið í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í borginni, tók Eyþór með sér á fundinn. „Guðlaugur Þór utanríkisráðherra biður mig að mæta með sér klukkan hálf þrjú að hitta borgarstjórn. Ég er nýr oddviti í þeim flokki sem er stærstur og þigg það strax. Ég tel það gott fyrir Reykvíkinga að þingmenn fái skýra og sterka rödd sem segir ríkinu að gleyma okkur ekki, um það snýst samtalið,“ segir Eyþór í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Vísis ráku margir fundargestir upp stór augu þegar þeir sáu Eyþór í Höfða. Meðal þeirra sem þangað voru mættir voru Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fundurinn er ekki sá fyrsti sinnar tegundar. Nú stendur yfir kjördæmavika þingmanna og hafa slíkar vikur áður verið nýttar til funda á borð við þennan. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri varð var við Eyþór og benti honum á að um væri að ræða fund fyrir þingmenn borgarinnar og borgarstjórn. Honum væri því ekki boðið frekar en öðrum sem ekki hefðu fengið fundarboð. Guðlaugur Þór Þórðarson dómsmálaráðherra er þingmaður Sjálfstæðismanna í Reykjavík.vísir/stefánÆtlaði að setjast við fundarborðið Eyþór hélt þó kyrru fyrir og þegar borgarstjóri bauð fundargestum um að fá sér sæti, nú skyldi fundað, ætlaði Eyþór að tylla sér við borðið. „En þá bar svo við að Dagur vildi ekki þiggja þess aðstoð og sagði þetta ekki frambjóðendafund. Þannig að ég kvaddi bara kaffiboðið og sagði við hann að það væri fínt þá að halda frambjóðendafund sem fyrst og að hann skyldi haldinn í Höfða,“ bætir Eyþór við. Guðlaugur Þór maldaði í móinn fyrir flokksfélaga sinn sem ákvað þó að yfirgefa samkomuna. Dagur segir í samtali við Vísi málið ósköp einfalt. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi.“ Vísaði Dagur til þess að Vigdís Hauksdóttir væri sömuleiðis oddviti í Reykjavík, fyrir Miðflokkinn.Utanríkisráðherra steinhissa Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa trúað því sem fyrir augu bar á fundinum í gær. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu,“ segir Guðlaugur í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 13:02 með ummælum frá Guðlaugi Þór.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15 Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47
Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15
Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39