Reyndu að koma höggi á CNN með fölsuðum tölvupósti Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2018 18:36 Mikil umræða hefur farið af stað um skovopn í Bandaríkjunum eftir árásina á Flórída á Valentínusardag. CNN gerði umræðuþátt í vikunni á formi borgarafundar þar sem nemendur frá skólanum spurðu þingmenn meðal annars spurninga. Vísir/AFP Fjölskylda nemanda við framhaldsskólann á Flórída þar sem vopnaður maður drap sautján manns í þarsíðustu viku lét fjölmiðla fá falsaðan tölvupóst til að sýna fram á að CNN-fréttastöðin hefði reynt að stýra ummælum hans í sjónvarpsþætti. Hægrisinnaðir fjölmiðlar í Bandaríkjunum stukku á fréttir þess efnis að CNN hefði skrifað spurningu fyrir nemanda við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann fyrir umræðuþátt um skotárásina í síðustu viku. Donald Trump forseti og stuðningsmenn hans hafa ítrekað vegið að heiðri CNN og sakað stöðina um að flytja „falsfréttir“. Colton Haab, nemandi við skólann, sagði þannig þáttastjórnanda Fox News á fimmtudag að framleiðandi hjá CNN hefði endurskrifað spurningu til þingmanns sem hann hafði lagt til. Framleiðandinn hafi sagt honum að „halda sig við handritið“. Forsvarsmenn CNN mótmæltu þessari lýsingu harðlega og sögðust hafa sannanir fyrir að hún ætti ekki við rök að styðjast. Þeir sögðu að Haab og framleiðandinn hefðu sammælst um að hann myndi spyrja einnar spurningar. Faðir hans hafi hins vegar síðan krafist þess að sonur sinn fengi að lesa langa ræðu með þremur spurningum til þingmanna. Framleiðandinn hafi svarað því að ræðan væri alltof löng og að Haab þyrfti að „halda sig við“ spurninguna sem upphaflega hafði verið rætt um. Eyddi út orðum úr tölvupóstiBusiness Insider segir að þegar tölvupóstar þessa efnis sem CNN afhenti þegar aðrir fjölmiðlar spurðust fyrir um málið voru bornir saman við þá sem fjölskylda Haab sendi kom í ljós að þeim hafði verið breytt. Í útgáfu CNN sagði framleiðandinn við föðurinn að sonur hans þyrfti að halda sig við spurninguna sem hann hafði upphaflega lagt fram. Í útgáfunni frá Haab-fjölskyldunni hafði orðunum „sem hann sendi inn“ verið eytt út. Svo virðist sem að faðir drengsins hafi verið sá sem breytti skjalinu síðast. Talsmaður CNN segir óheppilegt að tilraun til að koma óorði á stöðina hafi dregið athyglina frá tilgangi umræðuþáttarins. Stöðin hafi hins vegar séð sig knúna til að bregðast við þegar í ljós kom að tölvupóstum hafði verið hagrætt. Faðir drengsins tjáði sig ekki um málið. Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Fjölskylda nemanda við framhaldsskólann á Flórída þar sem vopnaður maður drap sautján manns í þarsíðustu viku lét fjölmiðla fá falsaðan tölvupóst til að sýna fram á að CNN-fréttastöðin hefði reynt að stýra ummælum hans í sjónvarpsþætti. Hægrisinnaðir fjölmiðlar í Bandaríkjunum stukku á fréttir þess efnis að CNN hefði skrifað spurningu fyrir nemanda við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann fyrir umræðuþátt um skotárásina í síðustu viku. Donald Trump forseti og stuðningsmenn hans hafa ítrekað vegið að heiðri CNN og sakað stöðina um að flytja „falsfréttir“. Colton Haab, nemandi við skólann, sagði þannig þáttastjórnanda Fox News á fimmtudag að framleiðandi hjá CNN hefði endurskrifað spurningu til þingmanns sem hann hafði lagt til. Framleiðandinn hafi sagt honum að „halda sig við handritið“. Forsvarsmenn CNN mótmæltu þessari lýsingu harðlega og sögðust hafa sannanir fyrir að hún ætti ekki við rök að styðjast. Þeir sögðu að Haab og framleiðandinn hefðu sammælst um að hann myndi spyrja einnar spurningar. Faðir hans hafi hins vegar síðan krafist þess að sonur sinn fengi að lesa langa ræðu með þremur spurningum til þingmanna. Framleiðandinn hafi svarað því að ræðan væri alltof löng og að Haab þyrfti að „halda sig við“ spurninguna sem upphaflega hafði verið rætt um. Eyddi út orðum úr tölvupóstiBusiness Insider segir að þegar tölvupóstar þessa efnis sem CNN afhenti þegar aðrir fjölmiðlar spurðust fyrir um málið voru bornir saman við þá sem fjölskylda Haab sendi kom í ljós að þeim hafði verið breytt. Í útgáfu CNN sagði framleiðandinn við föðurinn að sonur hans þyrfti að halda sig við spurninguna sem hann hafði upphaflega lagt fram. Í útgáfunni frá Haab-fjölskyldunni hafði orðunum „sem hann sendi inn“ verið eytt út. Svo virðist sem að faðir drengsins hafi verið sá sem breytti skjalinu síðast. Talsmaður CNN segir óheppilegt að tilraun til að koma óorði á stöðina hafi dregið athyglina frá tilgangi umræðuþáttarins. Stöðin hafi hins vegar séð sig knúna til að bregðast við þegar í ljós kom að tölvupóstum hafði verið hagrætt. Faðir drengsins tjáði sig ekki um málið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30
Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45
Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21