Reyndu að koma höggi á CNN með fölsuðum tölvupósti Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2018 18:36 Mikil umræða hefur farið af stað um skovopn í Bandaríkjunum eftir árásina á Flórída á Valentínusardag. CNN gerði umræðuþátt í vikunni á formi borgarafundar þar sem nemendur frá skólanum spurðu þingmenn meðal annars spurninga. Vísir/AFP Fjölskylda nemanda við framhaldsskólann á Flórída þar sem vopnaður maður drap sautján manns í þarsíðustu viku lét fjölmiðla fá falsaðan tölvupóst til að sýna fram á að CNN-fréttastöðin hefði reynt að stýra ummælum hans í sjónvarpsþætti. Hægrisinnaðir fjölmiðlar í Bandaríkjunum stukku á fréttir þess efnis að CNN hefði skrifað spurningu fyrir nemanda við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann fyrir umræðuþátt um skotárásina í síðustu viku. Donald Trump forseti og stuðningsmenn hans hafa ítrekað vegið að heiðri CNN og sakað stöðina um að flytja „falsfréttir“. Colton Haab, nemandi við skólann, sagði þannig þáttastjórnanda Fox News á fimmtudag að framleiðandi hjá CNN hefði endurskrifað spurningu til þingmanns sem hann hafði lagt til. Framleiðandinn hafi sagt honum að „halda sig við handritið“. Forsvarsmenn CNN mótmæltu þessari lýsingu harðlega og sögðust hafa sannanir fyrir að hún ætti ekki við rök að styðjast. Þeir sögðu að Haab og framleiðandinn hefðu sammælst um að hann myndi spyrja einnar spurningar. Faðir hans hafi hins vegar síðan krafist þess að sonur sinn fengi að lesa langa ræðu með þremur spurningum til þingmanna. Framleiðandinn hafi svarað því að ræðan væri alltof löng og að Haab þyrfti að „halda sig við“ spurninguna sem upphaflega hafði verið rætt um. Eyddi út orðum úr tölvupóstiBusiness Insider segir að þegar tölvupóstar þessa efnis sem CNN afhenti þegar aðrir fjölmiðlar spurðust fyrir um málið voru bornir saman við þá sem fjölskylda Haab sendi kom í ljós að þeim hafði verið breytt. Í útgáfu CNN sagði framleiðandinn við föðurinn að sonur hans þyrfti að halda sig við spurninguna sem hann hafði upphaflega lagt fram. Í útgáfunni frá Haab-fjölskyldunni hafði orðunum „sem hann sendi inn“ verið eytt út. Svo virðist sem að faðir drengsins hafi verið sá sem breytti skjalinu síðast. Talsmaður CNN segir óheppilegt að tilraun til að koma óorði á stöðina hafi dregið athyglina frá tilgangi umræðuþáttarins. Stöðin hafi hins vegar séð sig knúna til að bregðast við þegar í ljós kom að tölvupóstum hafði verið hagrætt. Faðir drengsins tjáði sig ekki um málið. Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Fjölskylda nemanda við framhaldsskólann á Flórída þar sem vopnaður maður drap sautján manns í þarsíðustu viku lét fjölmiðla fá falsaðan tölvupóst til að sýna fram á að CNN-fréttastöðin hefði reynt að stýra ummælum hans í sjónvarpsþætti. Hægrisinnaðir fjölmiðlar í Bandaríkjunum stukku á fréttir þess efnis að CNN hefði skrifað spurningu fyrir nemanda við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann fyrir umræðuþátt um skotárásina í síðustu viku. Donald Trump forseti og stuðningsmenn hans hafa ítrekað vegið að heiðri CNN og sakað stöðina um að flytja „falsfréttir“. Colton Haab, nemandi við skólann, sagði þannig þáttastjórnanda Fox News á fimmtudag að framleiðandi hjá CNN hefði endurskrifað spurningu til þingmanns sem hann hafði lagt til. Framleiðandinn hafi sagt honum að „halda sig við handritið“. Forsvarsmenn CNN mótmæltu þessari lýsingu harðlega og sögðust hafa sannanir fyrir að hún ætti ekki við rök að styðjast. Þeir sögðu að Haab og framleiðandinn hefðu sammælst um að hann myndi spyrja einnar spurningar. Faðir hans hafi hins vegar síðan krafist þess að sonur sinn fengi að lesa langa ræðu með þremur spurningum til þingmanna. Framleiðandinn hafi svarað því að ræðan væri alltof löng og að Haab þyrfti að „halda sig við“ spurninguna sem upphaflega hafði verið rætt um. Eyddi út orðum úr tölvupóstiBusiness Insider segir að þegar tölvupóstar þessa efnis sem CNN afhenti þegar aðrir fjölmiðlar spurðust fyrir um málið voru bornir saman við þá sem fjölskylda Haab sendi kom í ljós að þeim hafði verið breytt. Í útgáfu CNN sagði framleiðandinn við föðurinn að sonur hans þyrfti að halda sig við spurninguna sem hann hafði upphaflega lagt fram. Í útgáfunni frá Haab-fjölskyldunni hafði orðunum „sem hann sendi inn“ verið eytt út. Svo virðist sem að faðir drengsins hafi verið sá sem breytti skjalinu síðast. Talsmaður CNN segir óheppilegt að tilraun til að koma óorði á stöðina hafi dregið athyglina frá tilgangi umræðuþáttarins. Stöðin hafi hins vegar séð sig knúna til að bregðast við þegar í ljós kom að tölvupóstum hafði verið hagrætt. Faðir drengsins tjáði sig ekki um málið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30
Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45
Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21