Fótbolti

Ítölsku martröðinni lokið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir voru herbergisfélagar á EM 2017 og þurftu að deila rúmi á Ítalíu
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir voru herbergisfélagar á EM 2017 og þurftu að deila rúmi á Ítalíu mynd/instagram
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru loks búnar að fá lok í deilur sínar við ítalska félagið Verona og hefur samningum þeirra við félagið verið rift. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Forráðamenn Verona sviku flest allt það sem þeir höfðu lofað Berglindi og Örnu. Þær fengu ekki notalega íbúð fyrir sig heldur deildu þær íbúð með fjórum samherjum sínum þar sem einn liðsfélaganna þurfti að sofa á ganginum.

Þær fengu ekki greidd laun á réttum tíma og þurftu að eiga við hrokafullan þjálfara sem talaði ekki ensku og leyfði leikmönnum ekki að brosa á æfingum.

„Við vorum bara tvær bestu vinkonur að fara út í atvinnumennsku, búið að dreyma um þetta síðan við vorum 14 ára, en svo var þetta martröð frá fyrsta degi,“ segir í grein Morgublaðsins í dag.

Þær Berglind og Arna hafa nú hafið æfingar með félagsliðum sínum á Íslandi, Berglind með Breiðabliki og Arna Sif með uppeldisfélaginu Þór/KA, en hún var á mála hjá Val á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×