Lífið

Jói Pé og Króli á þjóðhátíð ásamt Páli Óskari

Birgir Olgeirsson skrifar
Tvíeykið vann til verðlauna fyrir besta lag ársins, bestu plötu ársins, besti flytjandi ársins og nýliði ársins.
Tvíeykið vann til verðlauna fyrir besta lag ársins, bestu plötu ársins, besti flytjandi ársins og nýliði ársins. Vísir/Eyþór
Rappararnir Jói Pé og Króli verða á meðal listamanna sem koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal. Þetta er í fyrsta skipti sem rapptvíeykið kemur fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en þeir unnu til fjögurra verðlauna á Hlustendaverðlaununum í flokkunum besta lag ársins, besti flytjandi ársins, nýliði ársins og besta plata ársins! Einnig er poppkóngurinn Páll Óskar staðfestur en hann hefur tryllt Dalinn á fjölmörgum hátíðum í gegnum tíðina.

Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar kemur fram að á morgun bætist í hóp listamanna hljómsveit sem hefur ekki spilað lengi á hátíðinni og er talið ljóst að margir munu fagna þeirri tilkynningu enda á sínum tíma langvinsælasta hljómsveit landsins sem á eina mest seldu plötu allra tíma á Íslandi.

Forsala miða hefst á morgun https://dalurinn.is/






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.