Íslenski landsliðsþjálfarinn dáist að spilamennsku Hollands Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. mars 2018 08:30 Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur síðasta leik sinn í riðlakeppninni á Algarve-mótinu í fótbolta í kvöld þegar þær mæta Evrópumeisturum Hollands í Parchal á Portúgal. Íslenska liðið er með eitt stig að tveimur umferðum loknum, eftir jafntefli í fyrstu umferð gegn Danmörku fylgdi svekkjandi 1-2 tap fyrir Japan þar sem klaufalegt sigurmark skildi liðin að á 85. mínútu. Stutt er síðan Ísland mætti Hollandi síðast en íslenska liðið fékk 0-4 skell þegar liðin mættust í vináttuleik ytra fyrir tæpu ári. Það var aðeins annar sigur Hollands gegn Íslandi í níundu tilraun.Allar klárar í slaginn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, hefur vonandi úr öllum leikmannahópnum að velja í dag en Fanndís Friðriksdóttir er enn tæp vegna meiðsla og óvíst er með hana. Hann á von á því að setja leikinn upp á svipaðan hátt og gegn Danmörku, agaðan varnarleik og reyna að nýta færin þegar þau gefast. „Uppleggið verður svipað og gegn Dönum, sitja aðeins aftar og reyna að loka á sóknarleik þeirra þótt að þær séu í raun allt öðruvísi en Danir og Japanir sem við mættum í fyrstu tveimur leikjunum. Þær eru með tvo vængmenn í heimsklassa í þeim Shanice van de Sanden og Martens og við ætlum að prófa aðferðir til að reyna að loka á þær,“ sagði Freyr sem sagði það ekki eftirsóknarvert fyrir varnarmenn að mæta þeim einsamlir. „Þær eru svakalega hættulegar þegar þær fara á staka varnarmenn en við ætlum að reyna að koma í veg fyrir það og fá alltaf hjálparvörn strax til þess að engin sé skilin eftir ein á eina.“ Sagðist hann vera búinn að ákveða byrjunarliðið en eina spurningarmerkið væri Fanndís. „Ég geri ráð fyrir að gera 7-8 breytingar á liðinu sem byrjaði gegn Japan, ég tilkynnti liðinu áðan hvernig við ætlum að spila en það er ennþá smá óvissa með þátttöku Fanndísar. Hún er að ná sér en ég vill ekki taka neina óþarfa áhættu, við sjáum hvernig hún verður á morgun eftir góðan nætursvefn.“Ótrúlegur uppgangur Hollenska landsliðið er í fremstu röð eftir ótrúlegan uppgang undanfarin ár með Lieke Martens, leikmann Barcelona, í fararbroddi en hún var á dögunum valin besta knattspyrnukona heims, sú fyrsta frá Hollandi. Liðinu mistókst að komast á EM í fyrstu níu skiptin sem mótið var haldið en aðeins einu sinni hefur liðinu tekist að vinna sér inn þátttökurétt á HM (2015) þar sem það féll úr leik í 16-liða úrslitum. Á heimavelli var hins vegar komin liðsheild og lið sem gat farið alla leið en liðið skoraði 13 mörk í sex leikjum og fékk aðeins þrjú á sig á leiðinni að gullinu. Var þetta aðeins annað stórmótið sem þessi frábæra fótboltaþjóð vinnur í fótbolta, 29 árum eftir sigur karlaliðsins á EM í Vestur-Þýskalandi. Freyr hreifst af spilamennsku liðsins síðasta sumar og uppgangi landsliðsins á stuttum tíma. „Þær áttu fyllilega skilið að vinna þetta mót, það hjálpaði þeim auðvitað að vera á heimavelli en það getur líka unnið gegn liðinu. Þær náðu að skapa sterka liðsheild og eru góðar á báðum endum vallarins. Við erum algjörlega meðvituð um þeirra styrkleika en við erum að fara í þetta til að reyna að taka sem mest úr þessu og reyna að læra og þroskast,“ sagði Freyr og bætti við: „Uppgangurinn í kvennaknattspyrnu hjá þeim á stuttum tíma hefur verið hreint út sagt ótrúlegur, ég hef reynt að velta þessu fyrir mér, hvað þær gerðu til að verða svona ótrúlega góðar á svona stuttum tíma. Ég dáist líka að spilamennsku þeirra, þær þurfa ekkert endilega að klappa boltanum endalaust. Þær eru skilvirkar, vilja ekkert endilega halda bolta heldur spila áhrifaríkar sóknir. Þetta er að verða algengara í kvennaknattspyrnu og ég hrífst af þessari stefnu.“ Íslenski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur síðasta leik sinn í riðlakeppninni á Algarve-mótinu í fótbolta í kvöld þegar þær mæta Evrópumeisturum Hollands í Parchal á Portúgal. Íslenska liðið er með eitt stig að tveimur umferðum loknum, eftir jafntefli í fyrstu umferð gegn Danmörku fylgdi svekkjandi 1-2 tap fyrir Japan þar sem klaufalegt sigurmark skildi liðin að á 85. mínútu. Stutt er síðan Ísland mætti Hollandi síðast en íslenska liðið fékk 0-4 skell þegar liðin mættust í vináttuleik ytra fyrir tæpu ári. Það var aðeins annar sigur Hollands gegn Íslandi í níundu tilraun.Allar klárar í slaginn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, hefur vonandi úr öllum leikmannahópnum að velja í dag en Fanndís Friðriksdóttir er enn tæp vegna meiðsla og óvíst er með hana. Hann á von á því að setja leikinn upp á svipaðan hátt og gegn Danmörku, agaðan varnarleik og reyna að nýta færin þegar þau gefast. „Uppleggið verður svipað og gegn Dönum, sitja aðeins aftar og reyna að loka á sóknarleik þeirra þótt að þær séu í raun allt öðruvísi en Danir og Japanir sem við mættum í fyrstu tveimur leikjunum. Þær eru með tvo vængmenn í heimsklassa í þeim Shanice van de Sanden og Martens og við ætlum að prófa aðferðir til að reyna að loka á þær,“ sagði Freyr sem sagði það ekki eftirsóknarvert fyrir varnarmenn að mæta þeim einsamlir. „Þær eru svakalega hættulegar þegar þær fara á staka varnarmenn en við ætlum að reyna að koma í veg fyrir það og fá alltaf hjálparvörn strax til þess að engin sé skilin eftir ein á eina.“ Sagðist hann vera búinn að ákveða byrjunarliðið en eina spurningarmerkið væri Fanndís. „Ég geri ráð fyrir að gera 7-8 breytingar á liðinu sem byrjaði gegn Japan, ég tilkynnti liðinu áðan hvernig við ætlum að spila en það er ennþá smá óvissa með þátttöku Fanndísar. Hún er að ná sér en ég vill ekki taka neina óþarfa áhættu, við sjáum hvernig hún verður á morgun eftir góðan nætursvefn.“Ótrúlegur uppgangur Hollenska landsliðið er í fremstu röð eftir ótrúlegan uppgang undanfarin ár með Lieke Martens, leikmann Barcelona, í fararbroddi en hún var á dögunum valin besta knattspyrnukona heims, sú fyrsta frá Hollandi. Liðinu mistókst að komast á EM í fyrstu níu skiptin sem mótið var haldið en aðeins einu sinni hefur liðinu tekist að vinna sér inn þátttökurétt á HM (2015) þar sem það féll úr leik í 16-liða úrslitum. Á heimavelli var hins vegar komin liðsheild og lið sem gat farið alla leið en liðið skoraði 13 mörk í sex leikjum og fékk aðeins þrjú á sig á leiðinni að gullinu. Var þetta aðeins annað stórmótið sem þessi frábæra fótboltaþjóð vinnur í fótbolta, 29 árum eftir sigur karlaliðsins á EM í Vestur-Þýskalandi. Freyr hreifst af spilamennsku liðsins síðasta sumar og uppgangi landsliðsins á stuttum tíma. „Þær áttu fyllilega skilið að vinna þetta mót, það hjálpaði þeim auðvitað að vera á heimavelli en það getur líka unnið gegn liðinu. Þær náðu að skapa sterka liðsheild og eru góðar á báðum endum vallarins. Við erum algjörlega meðvituð um þeirra styrkleika en við erum að fara í þetta til að reyna að taka sem mest úr þessu og reyna að læra og þroskast,“ sagði Freyr og bætti við: „Uppgangurinn í kvennaknattspyrnu hjá þeim á stuttum tíma hefur verið hreint út sagt ótrúlegur, ég hef reynt að velta þessu fyrir mér, hvað þær gerðu til að verða svona ótrúlega góðar á svona stuttum tíma. Ég dáist líka að spilamennsku þeirra, þær þurfa ekkert endilega að klappa boltanum endalaust. Þær eru skilvirkar, vilja ekkert endilega halda bolta heldur spila áhrifaríkar sóknir. Þetta er að verða algengara í kvennaknattspyrnu og ég hrífst af þessari stefnu.“
Íslenski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira