Staða forstöðumanns ekki laus vegna mistaka fyrir ellefu árum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. mars 2018 07:15 Kristján Þór Júlíusson var menntamálaráðherra áður en Lilja Alfreðsdóttir tók við. Ef auglýsa hefði átt stöðu forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar, þá hefði þurft að gera það á meðan Kristján var ráðherra. Vísir/Ernir Embætti forstöðumanns Kvikmyndasjóðs verður ekki auglýst. Ástæðan er mistök sem gerð voru í menntamálaráðuneytinu fyrir meira en áratug. Ráðherra segir niðurstöðuna valda vonbrigðum enda sé eðlilegt að auglýsa. Hagsmunaaðilar vildu að staðan yrði auglýst en Laufey Guðjónsdóttir á nú rétt á henni til 2023. „Það er mín skoðun að almennt eigi að auglýsa stöður forstöðumanna ríkisins til að tryggja faglegt mat, eðlilega endurnýjun og gagnsæi í opinberri stjórnsýslu. Þess vegna eru það vonbrigði að við höfum ekki getað auglýst þetta vegna þessara mistaka sem má rekja allt til ársins 2007,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því hinn 24. janúar að hagsmunaaðilar í kvikmyndaiðnaðinum hefðu skorað á mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa starf forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands laust til umsóknar áður en skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur rynni út. Ef auglýsa á starfið þarf, samkvæmt 23. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, að tilkynna núverandi forstöðumanni það sex mánuðum áður en skipunartíminn rennur út. Vegna mistakanna sem Lilja vísar til verður staðan ekki auglýst. Þau felast í því að í bréfi menntamálaráðuneytisins sem dagsett var 8. ágúst 2007 var skipunartími Laufeyjar sagður framlengjast til 17. ágúst 2013 í stað 17. febrúar 2013 eins og hefði átt að vera. Sú lokadagsetning var skráð í ráðuneytinu. Endurskipan Laufeyjar árið 2013 var svo skráð 17. ágúst 2013 til 17. ágúst 2018, en hefði átt að vera til 17. febrúar. Þetta þýðir að það hefði átt að vera búið að auglýsa stöðuna fyrir 17. ágúst á síðasta ári en ekki 17. febrúar síðastliðinn. Ráðuneytið telur sig eiga að bera hallann af mistökunum. Því framlengist ráðningartími Laufeyjar sjálfkrafa til ársins 2023. Ráðuneytið fékk auk þess utanaðkomandi lögfræðiálit sem staðfesti þessa túlkun. Lilja tekur fram að afstaða sín um að auglýsa eigi stöður forstöðumanna sé grundvallarafstaða en hafi ekkert með störf núverandi forstöðumanns að gera. Árleg framlög ríkissjóðs til Kvikmyndamiðstöðvar nema rétt rúmlega 1,1 milljarði króna. „Mér finnst eðlilegt þegar verið er að útdeila svona miklum peningum inn í svona þröngan geira að það sé skipt um mann í brúnni reglulega,“ sagði Snorri Þórisson, stjórnarformaður Pegasusar framleiðslufyrirtækis, þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum. Hann sagði líka að forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar þyrfti að berjast fyrir því að fá meiri fjármuni í sjóðinn til að hafa úr meiru að moða. „Ég hef ekki orðið var við að það hafi gerst,“ sagði Snorri. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Embætti forstöðumanns Kvikmyndasjóðs verður ekki auglýst. Ástæðan er mistök sem gerð voru í menntamálaráðuneytinu fyrir meira en áratug. Ráðherra segir niðurstöðuna valda vonbrigðum enda sé eðlilegt að auglýsa. Hagsmunaaðilar vildu að staðan yrði auglýst en Laufey Guðjónsdóttir á nú rétt á henni til 2023. „Það er mín skoðun að almennt eigi að auglýsa stöður forstöðumanna ríkisins til að tryggja faglegt mat, eðlilega endurnýjun og gagnsæi í opinberri stjórnsýslu. Þess vegna eru það vonbrigði að við höfum ekki getað auglýst þetta vegna þessara mistaka sem má rekja allt til ársins 2007,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því hinn 24. janúar að hagsmunaaðilar í kvikmyndaiðnaðinum hefðu skorað á mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa starf forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands laust til umsóknar áður en skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur rynni út. Ef auglýsa á starfið þarf, samkvæmt 23. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, að tilkynna núverandi forstöðumanni það sex mánuðum áður en skipunartíminn rennur út. Vegna mistakanna sem Lilja vísar til verður staðan ekki auglýst. Þau felast í því að í bréfi menntamálaráðuneytisins sem dagsett var 8. ágúst 2007 var skipunartími Laufeyjar sagður framlengjast til 17. ágúst 2013 í stað 17. febrúar 2013 eins og hefði átt að vera. Sú lokadagsetning var skráð í ráðuneytinu. Endurskipan Laufeyjar árið 2013 var svo skráð 17. ágúst 2013 til 17. ágúst 2018, en hefði átt að vera til 17. febrúar. Þetta þýðir að það hefði átt að vera búið að auglýsa stöðuna fyrir 17. ágúst á síðasta ári en ekki 17. febrúar síðastliðinn. Ráðuneytið telur sig eiga að bera hallann af mistökunum. Því framlengist ráðningartími Laufeyjar sjálfkrafa til ársins 2023. Ráðuneytið fékk auk þess utanaðkomandi lögfræðiálit sem staðfesti þessa túlkun. Lilja tekur fram að afstaða sín um að auglýsa eigi stöður forstöðumanna sé grundvallarafstaða en hafi ekkert með störf núverandi forstöðumanns að gera. Árleg framlög ríkissjóðs til Kvikmyndamiðstöðvar nema rétt rúmlega 1,1 milljarði króna. „Mér finnst eðlilegt þegar verið er að útdeila svona miklum peningum inn í svona þröngan geira að það sé skipt um mann í brúnni reglulega,“ sagði Snorri Þórisson, stjórnarformaður Pegasusar framleiðslufyrirtækis, þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum. Hann sagði líka að forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar þyrfti að berjast fyrir því að fá meiri fjármuni í sjóðinn til að hafa úr meiru að moða. „Ég hef ekki orðið var við að það hafi gerst,“ sagði Snorri.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira