Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. mars 2018 08:30 Ungur drengur, sem missti hönd í átökunum, liggur í sjúkrahúsrúmi í Austur-Ghouta. Nordicphotos/AFP Sýrland Líklegt þykir að ríkisstjórn Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, heimili hjálparsamtökum að flytja nauðsynjar með bílalest til særðra og þurfandi í bænum Douma í Austur-Ghouta á sunnudaginn. Frá þessu greindi Geert Cappelaere, forstöðumaður UNICEF í Mið-Austurlöndum, í gær. Til stendur að lestin flytji nauðsynjar fyrir nærri 200.000 manns en samkvæmt Cappelaere er þörf á frekari bílalestum til að aðstoða 400.000 almenna borgara á svæðinu. „Sýrlenska ríkisstjórnin hefur gefið í skyn að bílalestin fái að fara inn í Austur-Ghouta þann 4. mars. Við vonumst til þess að orð þeirra verði að skuldbindingu og erum tilbúin hvenær sem er,“ sagði Cappelaere. Hann bætti því við að í ljósi sögunnar þyrftu hjálparsamtök þó að vera raunsæ. Benti hann á að stjórnarliðar hefðu oft hirt birgðir úr bílunum. Rússar fyrirskipuðu í vikunni daglega fimm klukkustunda pásu á þessum hörðu átökum, sem hafa kostað nærri 600 lífið á tæpum tveimur vikum, í því skyni að leyfa hjálparsamtökum að koma inn á svæðið og almennum borgurum að flýja. Þau markmið hafa þó ekki náðst og hafa hjálparsamtök og erindrekar Sameinuðu þjóðanna sagt tímann allt of skamman. Enn bólar svo ekkert á innleiðingu ályktunar Öryggisráðs SÞ um 30 daga vopnahlé í Sýrlandi. Herforingi stjórnarliða í Austur-Ghouta sagði í gær að markmið þeirra væri nú að endurheimta svæðið, skref fyrir skref. Eftirlitssamtök sögðu í gær að það gengi vel hjá stjórnarliðum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Sýrland Líklegt þykir að ríkisstjórn Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, heimili hjálparsamtökum að flytja nauðsynjar með bílalest til særðra og þurfandi í bænum Douma í Austur-Ghouta á sunnudaginn. Frá þessu greindi Geert Cappelaere, forstöðumaður UNICEF í Mið-Austurlöndum, í gær. Til stendur að lestin flytji nauðsynjar fyrir nærri 200.000 manns en samkvæmt Cappelaere er þörf á frekari bílalestum til að aðstoða 400.000 almenna borgara á svæðinu. „Sýrlenska ríkisstjórnin hefur gefið í skyn að bílalestin fái að fara inn í Austur-Ghouta þann 4. mars. Við vonumst til þess að orð þeirra verði að skuldbindingu og erum tilbúin hvenær sem er,“ sagði Cappelaere. Hann bætti því við að í ljósi sögunnar þyrftu hjálparsamtök þó að vera raunsæ. Benti hann á að stjórnarliðar hefðu oft hirt birgðir úr bílunum. Rússar fyrirskipuðu í vikunni daglega fimm klukkustunda pásu á þessum hörðu átökum, sem hafa kostað nærri 600 lífið á tæpum tveimur vikum, í því skyni að leyfa hjálparsamtökum að koma inn á svæðið og almennum borgurum að flýja. Þau markmið hafa þó ekki náðst og hafa hjálparsamtök og erindrekar Sameinuðu þjóðanna sagt tímann allt of skamman. Enn bólar svo ekkert á innleiðingu ályktunar Öryggisráðs SÞ um 30 daga vopnahlé í Sýrlandi. Herforingi stjórnarliða í Austur-Ghouta sagði í gær að markmið þeirra væri nú að endurheimta svæðið, skref fyrir skref. Eftirlitssamtök sögðu í gær að það gengi vel hjá stjórnarliðum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira