Seinni bylgjan: Dóri mátti alveg vera brjálaður Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. mars 2018 10:30 Halldór Jóhann hafði mikið að segja eftir leikinn í gær vísir/skjáskot Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var virkilega ósáttur með síðustu augnablikin í leik ÍR og FH í Olís deild karla í handbolta í gær. Jafntefli varð í leiknum 24-24 eftir að FH-ingum mistókst að nýta sér síðustu sókn sína. Halldór Jóhann var ósáttur við hversu fljótt höndin kom upp hjá dómurunum í lokasókninni. „Mér fannst mjög ósanngjarnt, við erum með síðustu sóknina og erum að reyna að skora. Við eigum 20 eða 25 sekúndur og við fáum hendina upp á okkur. Við erum að reyna að skora mark,“ sagði Halldór Jóhann í viðtali eftir leikinn í gær og honum var mikið niðri fyrir. „ÍR er búið að spila hérna sókn eftir sókn upp í eina og hálfa mínútu. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Ég skil ekki hvernig þessar reglur eiga að vera.“ „Það geta allir gert mistök, en mér fannst þetta bara helvíti alvarleg mistök,“ sagði Halldór Jóhann. Strákarnir í Seinni bylgjunni fóru yfir atvikið í þætti sínum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þeir töldu 14 sekúndur þar sem FH-ingar voru að stilla upp sókn sinni áður en höndin kom upp hjá dómurunum. „Ef ég væri þjálfari þá hefði ég líka orðið brjálaður,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. „Ég vil samt taka það fram að þeir áttu að missa boltann þegar sendingin kemur á línuna,“ bætti hann við og vísaði þar til atviks þar sem ÍR stal boltanum en aukakast var dæmt á síðustu sekúndunum. Þeir fóru svo yfir loka sókn ÍR, þar sem Breiðhyltingar fengu dæmda á sig leiktöf. Þar var höndin mun lengur að koma upp hjá dómurunum. „Þeir settu höndina of snemma upp hjá FH en mér fannst þeir samt dæma leikinn vel,“ sagði Sebastian Alexandersson. Umræðuna úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Olís-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var virkilega ósáttur með síðustu augnablikin í leik ÍR og FH í Olís deild karla í handbolta í gær. Jafntefli varð í leiknum 24-24 eftir að FH-ingum mistókst að nýta sér síðustu sókn sína. Halldór Jóhann var ósáttur við hversu fljótt höndin kom upp hjá dómurunum í lokasókninni. „Mér fannst mjög ósanngjarnt, við erum með síðustu sóknina og erum að reyna að skora. Við eigum 20 eða 25 sekúndur og við fáum hendina upp á okkur. Við erum að reyna að skora mark,“ sagði Halldór Jóhann í viðtali eftir leikinn í gær og honum var mikið niðri fyrir. „ÍR er búið að spila hérna sókn eftir sókn upp í eina og hálfa mínútu. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Ég skil ekki hvernig þessar reglur eiga að vera.“ „Það geta allir gert mistök, en mér fannst þetta bara helvíti alvarleg mistök,“ sagði Halldór Jóhann. Strákarnir í Seinni bylgjunni fóru yfir atvikið í þætti sínum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þeir töldu 14 sekúndur þar sem FH-ingar voru að stilla upp sókn sinni áður en höndin kom upp hjá dómurunum. „Ef ég væri þjálfari þá hefði ég líka orðið brjálaður,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. „Ég vil samt taka það fram að þeir áttu að missa boltann þegar sendingin kemur á línuna,“ bætti hann við og vísaði þar til atviks þar sem ÍR stal boltanum en aukakast var dæmt á síðustu sekúndunum. Þeir fóru svo yfir loka sókn ÍR, þar sem Breiðhyltingar fengu dæmda á sig leiktöf. Þar var höndin mun lengur að koma upp hjá dómurunum. „Þeir settu höndina of snemma upp hjá FH en mér fannst þeir samt dæma leikinn vel,“ sagði Sebastian Alexandersson. Umræðuna úr þættinum má sjá hér fyrir neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Sjá meira