Byssuvinir skjóta á Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2018 06:53 Frá fundi forsetans með fulltrúum beggja flokkanna á þingi þar sem rætt var um breytingar á skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. Vísir/Getty Félagsmenn í Samtökum bandarískra byssueigenda, NRA, fara ófögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndir hans um breytingar á skotvopnalöggjöfinni vestanhafs.Á opnum fundi með fulltrúum beggja flokkanna á Bandaríkjaþingi sagðist forsetinn opinn fyrir því að hækka aldurstakmörk fyrir kaup á tilteknum byssum og að lögreglumenn geti gert skotvopn upptæk á meðan sakamál eru til meðferðar í dómskerfinu. Byssuvinir eru ekki hrifnir af þessum hugmyndum og segja þær vera „heimskulegar“ og „svik“ við kjósendahóp sem staðið hafi þétt við bakið á Trump.Sjá einnig: Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög„Þetta er heimskulegasta hugmynd sem ég hef nokkurn tímann heyrt,“ segir Joe Biggs, meðlimur í NRA og ritstjóri íhaldsmiðilsins Rogue Right. „Ég vona að þetta hafi bara verið tímabundin heimska, dómgreindarbrestur. Ég vona að einhver hafi dregið hann á bakvið og sagt: „Þú varst rétt í þessu að missa helming kjósenda þinna með því að segja eitthvað svona heimskulegt.““Á fyrrnefndum fundi talaði Trump einnig fyrir frumvarpi sem gerði ráð fyrir ítarlegri bakgrunnskoðunum á byssukaupendum. Það virðist þó hafa verið hugmynd Trumps um að lögreglumenn geti gert skotvopn upptæk sem fór mest fyrir brjóstið á byssueigendum. Það sé ekkert annað en stjórnarskrárbrot.Mun kjósa einhvern annan næst „Þú heldur allt þitt líf að það verði Demókratar sem taki byssurnar þínar,“ er haft eftir Biggs á vef Guardian. „En síðan heyrirðu Trump forseta segja: „Ó, við ætlum að taka byssurnar af þér áður en málið þitt fer sína leið í réttarkefinu.““ Ritstjórinn er svo æfur að hann hyggst kjósa einhvern annan en Trump árið 2020 ef forsetinn keyrir þessar breytingar í gegn. Annar háttsettur meðlimur NRA, Dave Kopel, er einnig trylltur. „Það er reyndar ekkert sérstaklega furðulegt að hann svíki kjósendur sína,“ segir Kopel sem telur að meirihluti hinna 5 milljón meðlima NRA séu gríðarlega ósáttir. „Hvert einasta orð voru svik.“ Talsmaður NRA tók í sama streng í viðtali við Fox News. Fundur forsetans hafi verið „gott sjónvarp en léleg stefnumörkun.“ Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Félagsmenn í Samtökum bandarískra byssueigenda, NRA, fara ófögrum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndir hans um breytingar á skotvopnalöggjöfinni vestanhafs.Á opnum fundi með fulltrúum beggja flokkanna á Bandaríkjaþingi sagðist forsetinn opinn fyrir því að hækka aldurstakmörk fyrir kaup á tilteknum byssum og að lögreglumenn geti gert skotvopn upptæk á meðan sakamál eru til meðferðar í dómskerfinu. Byssuvinir eru ekki hrifnir af þessum hugmyndum og segja þær vera „heimskulegar“ og „svik“ við kjósendahóp sem staðið hafi þétt við bakið á Trump.Sjá einnig: Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög„Þetta er heimskulegasta hugmynd sem ég hef nokkurn tímann heyrt,“ segir Joe Biggs, meðlimur í NRA og ritstjóri íhaldsmiðilsins Rogue Right. „Ég vona að þetta hafi bara verið tímabundin heimska, dómgreindarbrestur. Ég vona að einhver hafi dregið hann á bakvið og sagt: „Þú varst rétt í þessu að missa helming kjósenda þinna með því að segja eitthvað svona heimskulegt.““Á fyrrnefndum fundi talaði Trump einnig fyrir frumvarpi sem gerði ráð fyrir ítarlegri bakgrunnskoðunum á byssukaupendum. Það virðist þó hafa verið hugmynd Trumps um að lögreglumenn geti gert skotvopn upptæk sem fór mest fyrir brjóstið á byssueigendum. Það sé ekkert annað en stjórnarskrárbrot.Mun kjósa einhvern annan næst „Þú heldur allt þitt líf að það verði Demókratar sem taki byssurnar þínar,“ er haft eftir Biggs á vef Guardian. „En síðan heyrirðu Trump forseta segja: „Ó, við ætlum að taka byssurnar af þér áður en málið þitt fer sína leið í réttarkefinu.““ Ritstjórinn er svo æfur að hann hyggst kjósa einhvern annan en Trump árið 2020 ef forsetinn keyrir þessar breytingar í gegn. Annar háttsettur meðlimur NRA, Dave Kopel, er einnig trylltur. „Það er reyndar ekkert sérstaklega furðulegt að hann svíki kjósendur sína,“ segir Kopel sem telur að meirihluti hinna 5 milljón meðlima NRA séu gríðarlega ósáttir. „Hvert einasta orð voru svik.“ Talsmaður NRA tók í sama streng í viðtali við Fox News. Fundur forsetans hafi verið „gott sjónvarp en léleg stefnumörkun.“
Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30
Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47
Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14