Innlent

Talið að kviknað hafi í út frá rafmagni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá eldsvoðanum á sínum tíma.
Frá eldsvoðanum á sínum tíma. Gísli Halldór Halldórsson
Lögreglan á Vestfjörðum hefur lokið rannsókn sinni á gríðarlegum eldsvoða sem kom upp í húsnæði vélaverkstæðis Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði í desember síðastliðnum.

Segir í tilkynningu að ljóst sé að eldurinn hafi kviknað í rými þar sem meðal annars tvær bifreiðar voru geymdar auk hleðslustöðvar fyrir rafmagnslyftara. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni í eða við umrædda hleðslustöð.

Lögreglan á Vestfjörðum naut aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og brunasérfræðings Mannvirkjastofnunar við rannsóknina.

Húsnæði vélaverkstæðis Hraðfrystihússins brann til kaldra kola í eldsvoðanum sem kom upp að kvöldi 8. desember í fyrra.

Í tilkynningu frá Einari Val Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins, sem send var út eftir að eldsvoðinn kom upp kom fram að húsnæðið væru um 700 fermetrar. Það hefði brunnið sem og allt sem inn í því. 




Tengdar fréttir

Eldsvoði á höfninni á Ísafirði

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Ísafirði var kallað út rétt eftir klukkan 11 í kvöld vegna eldsvoða á Ísafjarðarhöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×