Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2018 15:15 Mark Zuckerberg stofnaði Facebook og er einn ríkasti maður heims Vísir/Getty Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda.Facebook hefur verið sakað um að hafa ekki varað notendur samfélagsmiðilsins vinsæla nægilega vel við því að upplýsingar um þá kunni að hafa verið í vörslu Cambridge Analytica, umdeilds greiningarfyrirtækis sem starfaði fyrir framboð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum þar í landi árið 2016.Fyrirtækið notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar.Sjá einnig: Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónirFyrir helgi sagði Facebook að lokað hefði verið á aðgang Cambridge Analytica á meðan innri rannsókn Facebook á málinu stendur yfir.Zuckerberg hefur hingað til komið hjá sér að mæta fyrir rannsóknarnefndir til þess að svara spurningum um hlutverk Facebook í forsetakosningunum árið 2016. Hefur hann gjarnan sent lögmenn eða framkvæmdastjóra Facebook á slíka fundi. Þegar Zuckerberg tjáir sig er það yfirleitt í gegnum myndskilaboð eða bloggfærslu á Facebook síðu hans.Breskir og bandarískir þingmenn vilja spyrja Zuckerberg spjörunum úr „Það er augljóst að þessi fyrirtæki geti ekki passað upp á sjálf sig,“ sagði Amy Klobuchar, þingmaður Demókrata. „Mark Zuckerberg þarf að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungardeildarinnar.“ Undir þetta tók Adam Schiff, sem er leiðtogi demókrata í njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar, en hún rannsakar nú hvernig samfélagsmiðlar voru nýttir í kosningabaráttunnni árið 2016. „Ég tel að það væri gagnlegt að fá hann til að svara spurningum fyrir framan viðeigandi nefnd,“ sagði Schiff sem vildi einnig fá forstjóra annarra fyrirtækja sem starfa í sama geira og Facebook til að svara spurningum þingmanna. Þá ætlar Damian Collins, þingmaðurinn sem fer með rannsókn breskra yfirvalda á meintum afskiptum Rússa af kosningum þar í landi, að fá Zuckerberg til Bretlands, til þess að svara spurningum þingmanna í eigin persónu. „Það er er ekki ásættanlegt að þeir hafi hingað til sent vitni sem komi sér undan því að svara erfiðum spurningum með því að segjast ekki vita svörin við þeim,“ sagði Collins. Facebook Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda.Facebook hefur verið sakað um að hafa ekki varað notendur samfélagsmiðilsins vinsæla nægilega vel við því að upplýsingar um þá kunni að hafa verið í vörslu Cambridge Analytica, umdeilds greiningarfyrirtækis sem starfaði fyrir framboð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum þar í landi árið 2016.Fyrirtækið notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar.Sjá einnig: Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónirFyrir helgi sagði Facebook að lokað hefði verið á aðgang Cambridge Analytica á meðan innri rannsókn Facebook á málinu stendur yfir.Zuckerberg hefur hingað til komið hjá sér að mæta fyrir rannsóknarnefndir til þess að svara spurningum um hlutverk Facebook í forsetakosningunum árið 2016. Hefur hann gjarnan sent lögmenn eða framkvæmdastjóra Facebook á slíka fundi. Þegar Zuckerberg tjáir sig er það yfirleitt í gegnum myndskilaboð eða bloggfærslu á Facebook síðu hans.Breskir og bandarískir þingmenn vilja spyrja Zuckerberg spjörunum úr „Það er augljóst að þessi fyrirtæki geti ekki passað upp á sjálf sig,“ sagði Amy Klobuchar, þingmaður Demókrata. „Mark Zuckerberg þarf að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungardeildarinnar.“ Undir þetta tók Adam Schiff, sem er leiðtogi demókrata í njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar, en hún rannsakar nú hvernig samfélagsmiðlar voru nýttir í kosningabaráttunnni árið 2016. „Ég tel að það væri gagnlegt að fá hann til að svara spurningum fyrir framan viðeigandi nefnd,“ sagði Schiff sem vildi einnig fá forstjóra annarra fyrirtækja sem starfa í sama geira og Facebook til að svara spurningum þingmanna. Þá ætlar Damian Collins, þingmaðurinn sem fer með rannsókn breskra yfirvalda á meintum afskiptum Rússa af kosningum þar í landi, að fá Zuckerberg til Bretlands, til þess að svara spurningum þingmanna í eigin persónu. „Það er er ekki ásættanlegt að þeir hafi hingað til sent vitni sem komi sér undan því að svara erfiðum spurningum með því að segjast ekki vita svörin við þeim,“ sagði Collins.
Facebook Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent