Búa til krúsir í baráttu gegn krabba Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2018 20:00 Vinkonurnar fimm eru í frumkvöðlaáfanga í Verzlunarskólanum þar sem verkefnið er að stofna fyrirtæki og framleiða vöru. Þær ákváðu að búa til hundrað keramikbolla, selja þá á fimm þúsund krónur stykkið og láta ágóðann renna til Krabbameinsfélagsins. Málefnið stendur þeim nærri en móðir einnar þeirra, Önnu Maríu Pálsdóttur, hefur greinst með krabbamein í brjósti tvisvar sinnum. „Svo það sem skýrði að hún fengi krabbamein svona ört er að núna 2017 greindist hún með gallað bracca 1 gen,“ segir Anna María sem er að sjálfsögðu meðvituð um að hún gæti sjálf borið genið. „Ég þarf að vera undir eftirliti og bróðir minn líka.“ Móðir Elfu Falsdóttur háir baráttu við krabbamein þessa dagana og er í erfiðri lyfjameðferð. „Hún er með eitlakrabbamein sem hafði dreift sér í bein sem gerði þetta alvarlegra en það hefði þurft að vera,“ segir Elfa. Stelpunum fannst því við hæfi að láta orðið Von standa á botninum á bollunum. „Þetta er stutt orð en hefur mikla þýðingu fyrir marga, aðstandendur og þá sem eru að kljást við þetta“ segir Anna María.Á botninum stendur Von - sem er eitthvað sem aðstandendur og þeir sem berjast við krabbamein þurfa að hafa nóg af, að mati stúlknanna.vísir/einarSetja hjartað í framleiðsluna Til að gera bolla þarf að gera mót, setja leirinn í, láta þorna, taka úr móti, láta þorna aftur, fínpússa og setja í hrábrennslu. Svo þarf að mála hvern bolla með níu umferðum og setja hann tvisvar í brennslu. Frænka Önnu Maríu, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, starfar við keramikgerð og hefur hjálpað stelpunum við verkefnið. „Við hefðum ekki getað ímyndað okkur hve flókið þetta ferli er og við erum búnar að læra heilmikið af henni," segir Anna María og segist ekki sjá eftir þeim tíma sem verkefnið hefur tekið. „Við stefnum á hálfa milljón og erum að styrkja Krabbameinsfélagið. Þannig að það verður bara geggjað að afhenda þennan pening og þá verður þetta allt þess virði," segir hún. Elfa bætir við að það sé líka huggulegt og gaman að mála og dunda með bestu vinkonum sínum. „Við setjum mikla tilfinningu í að gera þessa bolla og það er mikil einlægni í gangi," segir hún. Nú þegar hafa fjörutíu manns pantað bolla án þess að einn einasti bolli sé tilbúinn. Fólk hefur sent skilaboð á Facebook- eða Instagramsíðu verkefnisins en stelpurnar hafa ekki auglýst bollana. „Við erum smá stressaðar þegar við förum að auglýsa að það sé hægt að kaupa að við eigum ekki nóg af bollum. Við þurfum að spýta í lófana og herða á framleiðslunni. Jafnvel framleiða meira en þessi hundrað stykki," segir Elfa. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Vinkonurnar fimm eru í frumkvöðlaáfanga í Verzlunarskólanum þar sem verkefnið er að stofna fyrirtæki og framleiða vöru. Þær ákváðu að búa til hundrað keramikbolla, selja þá á fimm þúsund krónur stykkið og láta ágóðann renna til Krabbameinsfélagsins. Málefnið stendur þeim nærri en móðir einnar þeirra, Önnu Maríu Pálsdóttur, hefur greinst með krabbamein í brjósti tvisvar sinnum. „Svo það sem skýrði að hún fengi krabbamein svona ört er að núna 2017 greindist hún með gallað bracca 1 gen,“ segir Anna María sem er að sjálfsögðu meðvituð um að hún gæti sjálf borið genið. „Ég þarf að vera undir eftirliti og bróðir minn líka.“ Móðir Elfu Falsdóttur háir baráttu við krabbamein þessa dagana og er í erfiðri lyfjameðferð. „Hún er með eitlakrabbamein sem hafði dreift sér í bein sem gerði þetta alvarlegra en það hefði þurft að vera,“ segir Elfa. Stelpunum fannst því við hæfi að láta orðið Von standa á botninum á bollunum. „Þetta er stutt orð en hefur mikla þýðingu fyrir marga, aðstandendur og þá sem eru að kljást við þetta“ segir Anna María.Á botninum stendur Von - sem er eitthvað sem aðstandendur og þeir sem berjast við krabbamein þurfa að hafa nóg af, að mati stúlknanna.vísir/einarSetja hjartað í framleiðsluna Til að gera bolla þarf að gera mót, setja leirinn í, láta þorna, taka úr móti, láta þorna aftur, fínpússa og setja í hrábrennslu. Svo þarf að mála hvern bolla með níu umferðum og setja hann tvisvar í brennslu. Frænka Önnu Maríu, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, starfar við keramikgerð og hefur hjálpað stelpunum við verkefnið. „Við hefðum ekki getað ímyndað okkur hve flókið þetta ferli er og við erum búnar að læra heilmikið af henni," segir Anna María og segist ekki sjá eftir þeim tíma sem verkefnið hefur tekið. „Við stefnum á hálfa milljón og erum að styrkja Krabbameinsfélagið. Þannig að það verður bara geggjað að afhenda þennan pening og þá verður þetta allt þess virði," segir hún. Elfa bætir við að það sé líka huggulegt og gaman að mála og dunda með bestu vinkonum sínum. „Við setjum mikla tilfinningu í að gera þessa bolla og það er mikil einlægni í gangi," segir hún. Nú þegar hafa fjörutíu manns pantað bolla án þess að einn einasti bolli sé tilbúinn. Fólk hefur sent skilaboð á Facebook- eða Instagramsíðu verkefnisins en stelpurnar hafa ekki auglýst bollana. „Við erum smá stressaðar þegar við förum að auglýsa að það sé hægt að kaupa að við eigum ekki nóg af bollum. Við þurfum að spýta í lófana og herða á framleiðslunni. Jafnvel framleiða meira en þessi hundrað stykki," segir Elfa.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira