Arsenal komst í gærkvöldi áfram í átta liða úrslit í Evrópudeild UEFA eftir flottan sigur á AC Milan.
Wenger viðurkennir fúslega að hann vilji alls ekki mæta Atletico Madrid en spænska liðið er það sigurstranglegasta í keppninni.
„Við viljum svo sannarlega forðast að mæta Atletico Madrid næst,“ sagði heiðarlegur Wenger eftir leikinn.
„Það skiptir samt engu hvað ég vil því ég ræð engu. Við verðum bara að bíða og sjá. Ef við fáum Atletico þá verðum við bara að taka því.“
RB Leipzig, Lazio, Sporting Lisbon, Marseille, Salzburg og CSKA Moscow eru hin liðin í pottinum.
Fótbolti