Erlent

Finnar hamingjusamasta þjóð heims

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hópur Finna sést hér á hokkíleik í Helsinki í vetur.
Hópur Finna sést hér á hokkíleik í Helsinki í vetur. vísir/getty
Finnar hafa tekið fram úr Norðmönnum og tróna nú á toppnum á árlegum lista sem tekur saman hamingjusömustu þjóðir heims.

Heimshamingjuskýrslan sem Sameinuðu þjóðirnar gefa út sýnir að Bandaríkjamenn verða sífellt óhamingjusamari en norrænu þjóðirnar raða sér í toppsætin. Finnar eru eins og áður sagði hamingjusamastir, síðan koma Norðmenn, svo Danir og Íslendingar eru í fjórða sæti.

Bandaríkjamenn mælast aðeins í átjánda sæti og hafa þeir fallið um fimm sæti á tveimur árum. Í neðstu sætum listans má svo finna stríðshrjáðar þjóðir á borð við Burundi, Yemen og Suður Súdan.

Í ár var sérstaklega kannað hvernig innflytjendum líður í viðkomandi löndum og þar lenti Finnland einnig í fyrsta sæti og Ísland í því fjórða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×