Nýr leiktími í Meistaradeildinni á næsta tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2018 14:00 Sergio Ramos hefur lyft þessum bikar tvö ár í röð. Vísir/Getty Aðdáendur Meistaradeildarinnar í fótbolta fá tækifæri til að sjá fleiri leiki í beinni útsendingu á næsta tímabili. Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú staðfest og gefið formlega út breytingar á Meistaradeildinni fyrir tímabilið 2018-19. Nú er fjórða skiptingin leyfð í framlengingum og þá mega félögin einnig taka inn þrjá nýja leikmenn í leikmannahópa sína eftir riðlakeppnina. Félögin mega ennfremur hafa 23 leikmenn á skýrslu í úrslitaleikjunum hvort sem þeir eru í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og UEFA Super bikarnum.From next season, there will be some important changes to @ChampionsLeague, @EuropaLeague & #SuperCup regulations: 4th substitute Expanded squads for finals New kick-off times Player registration Read more https://t.co/9PjPXH6Ics — UEFA (@UEFA) March 27, 2018 Ástæðan fyrir því að hægt verður að sjá fleiri leiki í beinni næsta vetur er að nú verða tveir leiktímar á hverju kvöldi svipað og hefur verið í Evrópudeildinni undanfarin tímabil. Leikirnir í Meistaradeildinni hafa alltaf farið fram klukkan 20.45 (18.45 á Íslandi á meðan sumartími er í gangi en annars klukkan 19.45) á þriðju- og miðvikudögum en svo verður ekki lengur. Nú verða tveir leiktímar á hverju kvöldi því leikirnir munu bæði fara fram klukkan 18.55 og klukkan 21.00. Tveir leikir á hvoru kvöldi munu nú hefjast fimm mínútur í sjö á evrópskum tíma en allir hinir leikirnir byrja klukkan átta að evrópskum tíma. Stöð 2 Sport er nýbúið að framlengja samninga um sjónvarpsrétt Meistaradeildarinnar og heldur því áfram að sýna beint frá Meistaradeildinni á komandi tímabili. Fyrst er þó æsispennandi endasprettur á Meistaradeildinni í ár en átta liða úrslitin hefjast í næstu viku. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur Körfubolti Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Fleiri fréttir Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Sjá meira
Aðdáendur Meistaradeildarinnar í fótbolta fá tækifæri til að sjá fleiri leiki í beinni útsendingu á næsta tímabili. Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú staðfest og gefið formlega út breytingar á Meistaradeildinni fyrir tímabilið 2018-19. Nú er fjórða skiptingin leyfð í framlengingum og þá mega félögin einnig taka inn þrjá nýja leikmenn í leikmannahópa sína eftir riðlakeppnina. Félögin mega ennfremur hafa 23 leikmenn á skýrslu í úrslitaleikjunum hvort sem þeir eru í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og UEFA Super bikarnum.From next season, there will be some important changes to @ChampionsLeague, @EuropaLeague & #SuperCup regulations: 4th substitute Expanded squads for finals New kick-off times Player registration Read more https://t.co/9PjPXH6Ics — UEFA (@UEFA) March 27, 2018 Ástæðan fyrir því að hægt verður að sjá fleiri leiki í beinni næsta vetur er að nú verða tveir leiktímar á hverju kvöldi svipað og hefur verið í Evrópudeildinni undanfarin tímabil. Leikirnir í Meistaradeildinni hafa alltaf farið fram klukkan 20.45 (18.45 á Íslandi á meðan sumartími er í gangi en annars klukkan 19.45) á þriðju- og miðvikudögum en svo verður ekki lengur. Nú verða tveir leiktímar á hverju kvöldi því leikirnir munu bæði fara fram klukkan 18.55 og klukkan 21.00. Tveir leikir á hvoru kvöldi munu nú hefjast fimm mínútur í sjö á evrópskum tíma en allir hinir leikirnir byrja klukkan átta að evrópskum tíma. Stöð 2 Sport er nýbúið að framlengja samninga um sjónvarpsrétt Meistaradeildarinnar og heldur því áfram að sýna beint frá Meistaradeildinni á komandi tímabili. Fyrst er þó æsispennandi endasprettur á Meistaradeildinni í ár en átta liða úrslitin hefjast í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur Körfubolti Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Fleiri fréttir Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Sjá meira