Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2018 20:00 Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur spáir því að innan tólf ára verði hundrað þúsund rafbílar komnir á götur Íslands og fullyrðir að nóg sé til af rafmagni fyrir svo mikla fjölgun. Þetta kom meðal annars fram á málþingi um samgöngur í Reykjavík þar sem mikil áhersla var lögð á umhverfisvænan ferðamáta. Mikil fólksfjölgun á næstu tveimur áratugum með tilheyrandi umferðaþunga var rauði þráðurinn á málþinginu Léttum á umferðinni í dag. Hjólreiðaáætlun, Borgarlína, Miklabraut í Stokk, rafmagnsvæðing samganga, strætó og bílastæði voru meðal umræðuefna. Að mati Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, er borgarlínan mikilvægasta næsta skref í samgöngumálum í borginni en á fundinum voru tillögur stýrihóps vegna samgönguáætlunar ríkisins 2018-2030 kynntar. Þar er borgarlínan í fókus. „Næstu skref er áframhaldandi samtal við ríkisvaldið, tillögurnar fara í þessa kanala sem er samgönguáætlun og fjármálaáætlun,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í erindi um orkukipti í samgöngum sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, aðeins tvo þröskulda koma í veg fyrir mikla fjölgun rafmagnsbíla, annars vegar hversu langt bíllinn kemst á hleðslunni og hins vegar verðið. Hvort tveggja sé að þróast í rétta átt og því spáir hann hundrað þúsund rafmagnsbílum á Íslandi fyrir 2030 og hefur engar áhyggjur af orkuskorti. „100 þúsund fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem er framleitt í dag. Ef við förum í 200 þúsund sem er um það bil bílafloti landsins, þá er það 3 % af því rafmagni sem við framleiðum.“ segir hann. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur spáir því að innan tólf ára verði hundrað þúsund rafbílar komnir á götur Íslands og fullyrðir að nóg sé til af rafmagni fyrir svo mikla fjölgun. Þetta kom meðal annars fram á málþingi um samgöngur í Reykjavík þar sem mikil áhersla var lögð á umhverfisvænan ferðamáta. Mikil fólksfjölgun á næstu tveimur áratugum með tilheyrandi umferðaþunga var rauði þráðurinn á málþinginu Léttum á umferðinni í dag. Hjólreiðaáætlun, Borgarlína, Miklabraut í Stokk, rafmagnsvæðing samganga, strætó og bílastæði voru meðal umræðuefna. Að mati Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, er borgarlínan mikilvægasta næsta skref í samgöngumálum í borginni en á fundinum voru tillögur stýrihóps vegna samgönguáætlunar ríkisins 2018-2030 kynntar. Þar er borgarlínan í fókus. „Næstu skref er áframhaldandi samtal við ríkisvaldið, tillögurnar fara í þessa kanala sem er samgönguáætlun og fjármálaáætlun,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í erindi um orkukipti í samgöngum sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, aðeins tvo þröskulda koma í veg fyrir mikla fjölgun rafmagnsbíla, annars vegar hversu langt bíllinn kemst á hleðslunni og hins vegar verðið. Hvort tveggja sé að þróast í rétta átt og því spáir hann hundrað þúsund rafmagnsbílum á Íslandi fyrir 2030 og hefur engar áhyggjur af orkuskorti. „100 þúsund fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem er framleitt í dag. Ef við förum í 200 þúsund sem er um það bil bílafloti landsins, þá er það 3 % af því rafmagni sem við framleiðum.“ segir hann.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira