Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:56 Sylvi Listhaug skaut harkalega á Jonas Gahr Støre, leiðtoga Verkamannaflokksins, á fundinum. Vísir/EPA Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. Á fundinum sagði hún jafnframt að síðastliðna viku hafi hún upplifað „mikla illsku í Noregi.“ Hún vonar að afsögn hennar verði þó ekki til þess að núverandi samsteypustjórn Framfaraflokks hennar, Venstre og Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, falli. Um er að ræða minnihlutastjórn sem Kristilegi demókrataflokkurinn hefur varið fyrir falli. Sá flokkur fundaði um málið í gær og varð niðurstaðan sú að krefjast afsagnar Listhaug, ella myndi flokkurinn samþykkja vantraust sem Verkmannaflokkurinn lagði fram. Það hefði orðið til þess að fella ríkisstjórnina. Listhaug sagði á fundinum í morgun að hennar helsta markmið sé nú að koma í veg fyrir það að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði forsætisráðherra Noregs en hún telur hann vanhæfan með öllu.Listhaug hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni síðustu daga vegna færslu á Facebook-síðu hennar. Þar sakaði hún Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Flokksmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs árið 2011, þegar Anders Behring Breivik gekk berserksgang í Útey og í Osló, og var því mörgum ofboðið vegna færslu Listhaug. Sjá einnig: Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Tilefni færslu Listhaug á Facebook var að þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi hennar sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Vildu þingmenn Verkamannaflokksins að hægt yrði að áfrýja til dómstóla. Á fundinum þar sem hún tilkynnti um afsögn sína sagðist hún vera fórnarlamb nornaveiða og að gagnrýnendur hennar séu andstæðingar tjáningarfrelsins. „Þetta hefur verið súrrealísk vika þar sem Facebook-færslu tókst að breyta norskum stjórnmálum í leikskóla. Þetta hafa verið fullkomnar nornaveiðar, til þess eins fallnar að hefta tjáningarfrelsið,“ sagði Listhaug í morgun. Hún sagði að leiðtogar ríkisstjórnarflokkana hafi stutt sig heilshugar á öllum stigum málsins. Það sé því hennar ákvörðun að hætta sem dómsmálaráðherra. Stjórnmálaskýrendur í Noregi segja að hún megi ekki búast við öðru ráðherraembætti í þessari ríkisstjórn. Upptöku VG af fundinum má nálgast með því að smella hér og færslu Sylvi Listhaug má sjá hér að neðan. Norðurlönd Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. Á fundinum sagði hún jafnframt að síðastliðna viku hafi hún upplifað „mikla illsku í Noregi.“ Hún vonar að afsögn hennar verði þó ekki til þess að núverandi samsteypustjórn Framfaraflokks hennar, Venstre og Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, falli. Um er að ræða minnihlutastjórn sem Kristilegi demókrataflokkurinn hefur varið fyrir falli. Sá flokkur fundaði um málið í gær og varð niðurstaðan sú að krefjast afsagnar Listhaug, ella myndi flokkurinn samþykkja vantraust sem Verkmannaflokkurinn lagði fram. Það hefði orðið til þess að fella ríkisstjórnina. Listhaug sagði á fundinum í morgun að hennar helsta markmið sé nú að koma í veg fyrir það að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði forsætisráðherra Noregs en hún telur hann vanhæfan með öllu.Listhaug hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni síðustu daga vegna færslu á Facebook-síðu hennar. Þar sakaði hún Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Flokksmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs árið 2011, þegar Anders Behring Breivik gekk berserksgang í Útey og í Osló, og var því mörgum ofboðið vegna færslu Listhaug. Sjá einnig: Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Tilefni færslu Listhaug á Facebook var að þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi hennar sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Vildu þingmenn Verkamannaflokksins að hægt yrði að áfrýja til dómstóla. Á fundinum þar sem hún tilkynnti um afsögn sína sagðist hún vera fórnarlamb nornaveiða og að gagnrýnendur hennar séu andstæðingar tjáningarfrelsins. „Þetta hefur verið súrrealísk vika þar sem Facebook-færslu tókst að breyta norskum stjórnmálum í leikskóla. Þetta hafa verið fullkomnar nornaveiðar, til þess eins fallnar að hefta tjáningarfrelsið,“ sagði Listhaug í morgun. Hún sagði að leiðtogar ríkisstjórnarflokkana hafi stutt sig heilshugar á öllum stigum málsins. Það sé því hennar ákvörðun að hætta sem dómsmálaráðherra. Stjórnmálaskýrendur í Noregi segja að hún megi ekki búast við öðru ráðherraembætti í þessari ríkisstjórn. Upptöku VG af fundinum má nálgast með því að smella hér og færslu Sylvi Listhaug má sjá hér að neðan.
Norðurlönd Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40
Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38