Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun nefnilega falla niður um fjögur sæti á FIFA-listanum þegar nýr listi verður gefinn út í næstu viku.
Það er spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo sem hefur reiknað út stöðu 70. efstu þjóða á listanum sem verður gefinn út á fimmtudaginn kemur.
Íslenska landsliðið hefur verið í þrjá mánuði meðal tuttugu bestu knattspyrnuþjóða heims en ekki lengur.
Sois los primeros seres vivos (o muertos) del planeta que conocen el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que no será publicado hasta dentro de 15 días (12-abril). Que ustedes lo disfruten pic.twitter.com/VTFAq3nAs0
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 28, 2018
Ísland tapaði 3-0 á móti Mexíkó og 3-1 á móti Perú í vináttulandsleikjum sínum í mars en þeir voru báðir spilaðir í Bandaríkjunum.
Þjóðirnar sem komast upp fyrir Ísland eru Túnis (14. sæti), Úrúgvæ (17. sæti), Holland (19. sæti) og Wales (21. sæti). Túnisbúar hækka um níu sæti.
Ellefu HM-þjóðir eru neðar en Ísland á nýja listanum. Það eru Svíþjóð (23. sæti), Kosta Ríka (25. sæti), Senegal (28. sæti), Serbía (35. sæti), Íran (36. stæi), Ástralía (40. sæti), Marakkó (42. sæti), Egyptaland (46. sæti), Nígería (47. sæti), Panama (55. sæti), Japan (60. sæti), Suður-Kórea (61. sæti), Rússland (66. sæti) og Sádí Arabía (70. sæti).