Innlent

Ökumenn fastir á Fjarðarheiði

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Björgunarsveitir frá Egilsstöðum Seyðisfirði, Jökuldal og Reyðarfirði eru nú að störfum og aðstoða ökumenn sem komast ekki leiðar sinnar.
Björgunarsveitir frá Egilsstöðum Seyðisfirði, Jökuldal og Reyðarfirði eru nú að störfum og aðstoða ökumenn sem komast ekki leiðar sinnar. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir á Austurlandi voru rétt fyrir klukkan sex kallaðar út vegna bíla sem voru fastir á Fjarðarheiði og Fagradal.

Veður var með ágætum á Austurlandi þangað til skyndilega skall á mikið hvassviðri seinni part dags. Að sögn viðstaddra björgunarsveitarmanna sést lítið sem ekkert fram fyrir húddið á bílnum. Skyggnið sé afleitt.

Björgunarsveitir frá Egilsstöðum Seyðisfirði, Jökuldal og Reyðarfirði eru nú að störfum og aðstoða ökumenn sem komast ekki leiðar sinnar. Tekist hefur að snúa einhverjum bílanna við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×