„Sveitarfélagið Árborg fagnar því að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhverfinu,“ segir í frétt á vef sveitarfélagsins.
Segir í fréttinni að það nýjasta í umhverfisvernd sé svokallað „plokk“ sem sé þegar fólk sameini skokk, gönguferðir eða hjólatúra því að tína upp rusl á víðavangi. „Oft safnast plast og annað rusl fyrir á opnum svæðum og í gróðri, einkum eftir vindasama vetur.
Ruslhreinsun á vegum sveitarfélagsins fer ekki af stað af krafti fyrr en sumarstarfsfólk umhverfisdeildar kemur til starfa í maí, og er framtak íbúa því kærkomið.“ Skila megi sorpi á gámasvæðið við Víkurheiði.
Árborg fagnar plokkurum

Tengdar fréttir

Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“
Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli.