Boltinn á vallarhelmingi Bandaríkjanna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2018 20:00 Reiknað er með að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni leggja á verndartolla á allan varning frá Kína sem háður er Bandarískum höfundarrétti en Bandaríkjamenn hafa sakað Kínverja um að græða á Bandarískum hugverkum með framleiðslu sinni.Bandarísk vín í Kínverskum verslunum mun koma til með að hækka í verði.Vísir/EPAOpinber rannsókn stjórnvalda í Bandaríkjunum leiddi það í ljós í fyrra að meintur hugverkaþjófnaður Kínverja kosti bandarísk fyrirtæki hundruði milljarða dollara á ári hverju. Þetta er seinni líður í innleiðingu nýrra verndartolla en í síðasta mánuði gengu í gildi tollar á ál og stál. Tollar á innflutt stál nema 25 prósent og 10 prósent á ál. Kanada, Mexíkó og ríki Evrópusambandsins falla ekki undir tollana en samið verður um innfluting þaðan til Bandaríkjanna. Tollunum er að mestu beint gegn Kínverjum. Seint í gærkvöldi tilkynntu Kínversk stjórnvöld um mótaðgerðir gegn verndartollum Bandaríkjanna og segja sig vernda hagsmuni sína gegn útspili Hvíta hússis. Verndartollar Kínverja leggjast fyrst og fremst á matvæli frá Bandaríkjunum en þeir ná til 128 vöruflokka. Um er að ræða 25 prósent á varning á borð við frosið svínakjöt, ávexti og vín. Talsmenn Hvíta hússins hafa brugðist ókvæða við og segja aðgerðir Kínverja beinast gegn heiðarlegum viðskiptaháttum. Heldur ættu þeir að taka til heima hjá sér og hætta sínum óheiðarlegu viðskiptaháttum.Viðskiptastríð í uppsiglingu? Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að viðskiptastríð sé í uppsiglingu á milli Bandaríkjanna og Kína. Verði af útspili Bandaríkjanna síðar í vikunni muni það dýpka ófriðinn en talið er að alls geti tollarnir kostað Kínverja allt að 60 milljarða dollara. Kínverjar hafa lofað að svara öllum aðgerðum Bandaríkjanna í sömu mynt.Óttast er að tollar á ál og stál muni koma til með að bitna á almenningi í Bandaríkjunum.Vísir/EPAVerndartollarnir hafa þó mælst illa fyrir í Bandaríkjunum. Flokksfélagar forsetans í Repúblikanaflokknum hafa til dæmis gagnrýnt aðgerðirnar harðlega. Hagfræðingar vestanhafs telja þá að forsetinn muni ekki ná tilætluðu markmiði sínu sem er að rétta við ál- og stálframleiðslu í Bandaríkjunum og skapa þannig fleiri störf. Tækniframfarir í iðnaðinum hafi skapað aukna framleiðni án mannaflsfrekrar framleiðslu og því muni tollarnir líklega ekki skila mörgum störfum. Samtök smásöluiðnaðarins í Bandaríkjunum hefur þá gagnrýnt tollana harðlega og sagt þá skatt á amerískar fjölskyldur. Tollarnir muni á endanum skila sér út í verðlagið og bitna þannig á almenningi. Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Reiknað er með að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni leggja á verndartolla á allan varning frá Kína sem háður er Bandarískum höfundarrétti en Bandaríkjamenn hafa sakað Kínverja um að græða á Bandarískum hugverkum með framleiðslu sinni.Bandarísk vín í Kínverskum verslunum mun koma til með að hækka í verði.Vísir/EPAOpinber rannsókn stjórnvalda í Bandaríkjunum leiddi það í ljós í fyrra að meintur hugverkaþjófnaður Kínverja kosti bandarísk fyrirtæki hundruði milljarða dollara á ári hverju. Þetta er seinni líður í innleiðingu nýrra verndartolla en í síðasta mánuði gengu í gildi tollar á ál og stál. Tollar á innflutt stál nema 25 prósent og 10 prósent á ál. Kanada, Mexíkó og ríki Evrópusambandsins falla ekki undir tollana en samið verður um innfluting þaðan til Bandaríkjanna. Tollunum er að mestu beint gegn Kínverjum. Seint í gærkvöldi tilkynntu Kínversk stjórnvöld um mótaðgerðir gegn verndartollum Bandaríkjanna og segja sig vernda hagsmuni sína gegn útspili Hvíta hússis. Verndartollar Kínverja leggjast fyrst og fremst á matvæli frá Bandaríkjunum en þeir ná til 128 vöruflokka. Um er að ræða 25 prósent á varning á borð við frosið svínakjöt, ávexti og vín. Talsmenn Hvíta hússins hafa brugðist ókvæða við og segja aðgerðir Kínverja beinast gegn heiðarlegum viðskiptaháttum. Heldur ættu þeir að taka til heima hjá sér og hætta sínum óheiðarlegu viðskiptaháttum.Viðskiptastríð í uppsiglingu? Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að viðskiptastríð sé í uppsiglingu á milli Bandaríkjanna og Kína. Verði af útspili Bandaríkjanna síðar í vikunni muni það dýpka ófriðinn en talið er að alls geti tollarnir kostað Kínverja allt að 60 milljarða dollara. Kínverjar hafa lofað að svara öllum aðgerðum Bandaríkjanna í sömu mynt.Óttast er að tollar á ál og stál muni koma til með að bitna á almenningi í Bandaríkjunum.Vísir/EPAVerndartollarnir hafa þó mælst illa fyrir í Bandaríkjunum. Flokksfélagar forsetans í Repúblikanaflokknum hafa til dæmis gagnrýnt aðgerðirnar harðlega. Hagfræðingar vestanhafs telja þá að forsetinn muni ekki ná tilætluðu markmiði sínu sem er að rétta við ál- og stálframleiðslu í Bandaríkjunum og skapa þannig fleiri störf. Tækniframfarir í iðnaðinum hafi skapað aukna framleiðni án mannaflsfrekrar framleiðslu og því muni tollarnir líklega ekki skila mörgum störfum. Samtök smásöluiðnaðarins í Bandaríkjunum hefur þá gagnrýnt tollana harðlega og sagt þá skatt á amerískar fjölskyldur. Tollarnir muni á endanum skila sér út í verðlagið og bitna þannig á almenningi.
Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira