Boltinn á vallarhelmingi Bandaríkjanna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2018 20:00 Reiknað er með að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni leggja á verndartolla á allan varning frá Kína sem háður er Bandarískum höfundarrétti en Bandaríkjamenn hafa sakað Kínverja um að græða á Bandarískum hugverkum með framleiðslu sinni.Bandarísk vín í Kínverskum verslunum mun koma til með að hækka í verði.Vísir/EPAOpinber rannsókn stjórnvalda í Bandaríkjunum leiddi það í ljós í fyrra að meintur hugverkaþjófnaður Kínverja kosti bandarísk fyrirtæki hundruði milljarða dollara á ári hverju. Þetta er seinni líður í innleiðingu nýrra verndartolla en í síðasta mánuði gengu í gildi tollar á ál og stál. Tollar á innflutt stál nema 25 prósent og 10 prósent á ál. Kanada, Mexíkó og ríki Evrópusambandsins falla ekki undir tollana en samið verður um innfluting þaðan til Bandaríkjanna. Tollunum er að mestu beint gegn Kínverjum. Seint í gærkvöldi tilkynntu Kínversk stjórnvöld um mótaðgerðir gegn verndartollum Bandaríkjanna og segja sig vernda hagsmuni sína gegn útspili Hvíta hússis. Verndartollar Kínverja leggjast fyrst og fremst á matvæli frá Bandaríkjunum en þeir ná til 128 vöruflokka. Um er að ræða 25 prósent á varning á borð við frosið svínakjöt, ávexti og vín. Talsmenn Hvíta hússins hafa brugðist ókvæða við og segja aðgerðir Kínverja beinast gegn heiðarlegum viðskiptaháttum. Heldur ættu þeir að taka til heima hjá sér og hætta sínum óheiðarlegu viðskiptaháttum.Viðskiptastríð í uppsiglingu? Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að viðskiptastríð sé í uppsiglingu á milli Bandaríkjanna og Kína. Verði af útspili Bandaríkjanna síðar í vikunni muni það dýpka ófriðinn en talið er að alls geti tollarnir kostað Kínverja allt að 60 milljarða dollara. Kínverjar hafa lofað að svara öllum aðgerðum Bandaríkjanna í sömu mynt.Óttast er að tollar á ál og stál muni koma til með að bitna á almenningi í Bandaríkjunum.Vísir/EPAVerndartollarnir hafa þó mælst illa fyrir í Bandaríkjunum. Flokksfélagar forsetans í Repúblikanaflokknum hafa til dæmis gagnrýnt aðgerðirnar harðlega. Hagfræðingar vestanhafs telja þá að forsetinn muni ekki ná tilætluðu markmiði sínu sem er að rétta við ál- og stálframleiðslu í Bandaríkjunum og skapa þannig fleiri störf. Tækniframfarir í iðnaðinum hafi skapað aukna framleiðni án mannaflsfrekrar framleiðslu og því muni tollarnir líklega ekki skila mörgum störfum. Samtök smásöluiðnaðarins í Bandaríkjunum hefur þá gagnrýnt tollana harðlega og sagt þá skatt á amerískar fjölskyldur. Tollarnir muni á endanum skila sér út í verðlagið og bitna þannig á almenningi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Reiknað er með að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni leggja á verndartolla á allan varning frá Kína sem háður er Bandarískum höfundarrétti en Bandaríkjamenn hafa sakað Kínverja um að græða á Bandarískum hugverkum með framleiðslu sinni.Bandarísk vín í Kínverskum verslunum mun koma til með að hækka í verði.Vísir/EPAOpinber rannsókn stjórnvalda í Bandaríkjunum leiddi það í ljós í fyrra að meintur hugverkaþjófnaður Kínverja kosti bandarísk fyrirtæki hundruði milljarða dollara á ári hverju. Þetta er seinni líður í innleiðingu nýrra verndartolla en í síðasta mánuði gengu í gildi tollar á ál og stál. Tollar á innflutt stál nema 25 prósent og 10 prósent á ál. Kanada, Mexíkó og ríki Evrópusambandsins falla ekki undir tollana en samið verður um innfluting þaðan til Bandaríkjanna. Tollunum er að mestu beint gegn Kínverjum. Seint í gærkvöldi tilkynntu Kínversk stjórnvöld um mótaðgerðir gegn verndartollum Bandaríkjanna og segja sig vernda hagsmuni sína gegn útspili Hvíta hússis. Verndartollar Kínverja leggjast fyrst og fremst á matvæli frá Bandaríkjunum en þeir ná til 128 vöruflokka. Um er að ræða 25 prósent á varning á borð við frosið svínakjöt, ávexti og vín. Talsmenn Hvíta hússins hafa brugðist ókvæða við og segja aðgerðir Kínverja beinast gegn heiðarlegum viðskiptaháttum. Heldur ættu þeir að taka til heima hjá sér og hætta sínum óheiðarlegu viðskiptaháttum.Viðskiptastríð í uppsiglingu? Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að viðskiptastríð sé í uppsiglingu á milli Bandaríkjanna og Kína. Verði af útspili Bandaríkjanna síðar í vikunni muni það dýpka ófriðinn en talið er að alls geti tollarnir kostað Kínverja allt að 60 milljarða dollara. Kínverjar hafa lofað að svara öllum aðgerðum Bandaríkjanna í sömu mynt.Óttast er að tollar á ál og stál muni koma til með að bitna á almenningi í Bandaríkjunum.Vísir/EPAVerndartollarnir hafa þó mælst illa fyrir í Bandaríkjunum. Flokksfélagar forsetans í Repúblikanaflokknum hafa til dæmis gagnrýnt aðgerðirnar harðlega. Hagfræðingar vestanhafs telja þá að forsetinn muni ekki ná tilætluðu markmiði sínu sem er að rétta við ál- og stálframleiðslu í Bandaríkjunum og skapa þannig fleiri störf. Tækniframfarir í iðnaðinum hafi skapað aukna framleiðni án mannaflsfrekrar framleiðslu og því muni tollarnir líklega ekki skila mörgum störfum. Samtök smásöluiðnaðarins í Bandaríkjunum hefur þá gagnrýnt tollana harðlega og sagt þá skatt á amerískar fjölskyldur. Tollarnir muni á endanum skila sér út í verðlagið og bitna þannig á almenningi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira