Búist er við hvössum orðaskiptum á breska þinginu í dag þegar Theresa May forsætisráðherra Breta svarar fyrir þá ákvörðun sína að taka þátt í loftárásum á Sýrland. May mun, samkvæmt The Guardian, segja að árásunum hafi verið ætlað að koma í veg fyrir mannlegar þjáningar og að þær hafi verið gerðar með hag Breeta að leiðarljósi.
May segir að það sé Bretum í hag að stemma stigu við notkun á efnavopnum og koma í veg fyrir að slík vopn verði notuð aftur. May mun svara spurningum þingmanna síðdegis í dag, en hún neitaði að kalla þingið saman til að fá samþykki þingmanna áður en árásirnar voru gerðar.
Stjarnan
KR