Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2018 15:23 Zakharova setti fram ásakanir á hendur Breta í dag. Vísir/AFP Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að bresk stjórnvöld ættu að sanna að þau haldi ekki Sergei Skrípal og dóttur hans í gíslingu. Alþjóðleg eftirlitsstofnun með efnavopnum staðfesti í dag að taugaeitrið sem var notað í banatilræði gegn þeim hafi komið frá Rússlandi. Rússar hafa neitað harðlega að hafa staðið að baki taugaeitursárásinni á feðginin í bænum Salisbury á Englandi í byrjun mars eins og Bretar og aðrar vestrænar þjóðir hafa sakað þá um. Skrípal var leyniþjónustumaður í Rússlandi en var fangelsaður eftir að hann njósnaði fyrir Breta. Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) tilkynnti í dag að rannsókn hennar hefði staðfest niðurstöður rannsóknarstofu breska varnarmálaráðuneytisins um að eitrið hafi komið frá Rússlandi. Rússar hafa vísað á alla aðra og meðal annars gefið í skyn að Svíar eða Bretar sjálfir hafi staðið að tilræðinu. Nú ýjar María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, að því að bresk stjórnvöld gætu haldið Skrípal-feðgininum í haldi gegn vilja sínum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bresk stjórnvöld hafa einangrað þau og enginn hafi séð þau í mánuð. Þá sagði Zakharova að efasemdir væru um að yfirlýsing frá Júlíu Skrípal um að hún vildi ekki hjálp rússneska sendiráðsins í London væri raunverulega frá henni komin. Vestræn ríki hafa gripið til refsiaðgerða gegn Rússum vegna taugaeitursárásarinnar. Rússar hafa svarað í svöru mynt, meðal annars með því að reka erlenda erindreka úr landi. Tengdar fréttir Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41 Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að bresk stjórnvöld ættu að sanna að þau haldi ekki Sergei Skrípal og dóttur hans í gíslingu. Alþjóðleg eftirlitsstofnun með efnavopnum staðfesti í dag að taugaeitrið sem var notað í banatilræði gegn þeim hafi komið frá Rússlandi. Rússar hafa neitað harðlega að hafa staðið að baki taugaeitursárásinni á feðginin í bænum Salisbury á Englandi í byrjun mars eins og Bretar og aðrar vestrænar þjóðir hafa sakað þá um. Skrípal var leyniþjónustumaður í Rússlandi en var fangelsaður eftir að hann njósnaði fyrir Breta. Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) tilkynnti í dag að rannsókn hennar hefði staðfest niðurstöður rannsóknarstofu breska varnarmálaráðuneytisins um að eitrið hafi komið frá Rússlandi. Rússar hafa vísað á alla aðra og meðal annars gefið í skyn að Svíar eða Bretar sjálfir hafi staðið að tilræðinu. Nú ýjar María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, að því að bresk stjórnvöld gætu haldið Skrípal-feðgininum í haldi gegn vilja sínum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bresk stjórnvöld hafa einangrað þau og enginn hafi séð þau í mánuð. Þá sagði Zakharova að efasemdir væru um að yfirlýsing frá Júlíu Skrípal um að hún vildi ekki hjálp rússneska sendiráðsins í London væri raunverulega frá henni komin. Vestræn ríki hafa gripið til refsiaðgerða gegn Rússum vegna taugaeitursárásarinnar. Rússar hafa svarað í svöru mynt, meðal annars með því að reka erlenda erindreka úr landi.
Tengdar fréttir Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41 Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41
Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33
Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46