Birkir: Var búinn að segja við Bruce og félagið að ég vildi fara Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2018 17:30 Birkir Bjarnason, miðjumaður Aston Villa, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Aston Villa. Framan af fékk Birkir lítið að spila en nú spilar hann nánast hvern leik sem miðjumaður. Birkir var nálægt því að fara í janúar-glugganum og var búinn að segja þjálfaranum og stjórnarmönnum Villa að hann vildi fara fengi hann ekki að spila. „Við erum ekki búnir að vera góðir undanfarið en náðum okkur til baka í gær,” sagði Birkir í samtali við Hjört Hjartarson i Akraborginni. Birkir fékk lítið að spila hjá Villa fyrri hluta tímabilsins og flest benti til þess að hann færi frá enska B-deildarliðinu í janúar. Það breyttist og hann hefur spilað frábærlega fyrir Villa eftir áramót. „Það er mjög erfitt að segja en einhvern veginn þá fékk ég sénsinn á miðjunni. Hann ákvað að prófa mig þar og það gekk ótrúlega vel.” „Síðan hef ég nánast spilað hvern leik og það var sennilega eitthvað sem þeir sáu í mér sem djúpum miðjumann og það hefur hentað mér mjög vel,” en hversu nálægt var Birkir að fara? „Ég gat ekki haldið áfram svona fyrir HM. Ég var búinn að segja við félagið og Bruce (Steve Bruce, þjálfari Villa) að ég hafði mikinn áhuga á að fara til að fá að spila.” „Ég var búinn að segja þeim að ég vildi fara eitthvað annað. Um miðjan desember þá sögðu þeir að þeir gætu skoðað það og svo seinna í janúar þá var svarið alveg klárt nei.” Hann sér ekki eftir því núna að hafa verið áfram í Birmingham-borg og segir að það hafi alltaf verið valkostur númer eitt að vera áfram í Villa fengi hann að spila. „Ég vildi alltaf vera í Villa ef ég fengi að spila. Þetta er besti kosturinn fyrir mig og ég er ótrúlega ánægður að vera hérna enn þá og sýna hvað ég get.” Gamli refurinn, Steve Bruce, er þjálfari Villa og hefur hann verið mörg ár í boltanum. Aron ber honum söguna vel. „Hann er mjög fínn. Mjög góður að tala og er frábær taktísklega. Yfir höfuð mjög fínn kall og búinn að sýna hvað hann getur í Championship. Hann er búinn að fara upp í úrvalsdeildina nokkrum sinnum og hann er frábær stjóri.” Allt viðtalið við Birki má heyra efst í fréttinni en þar ræðir hann meðal annars um landsliðið, meiðslin sem hann varð fyrir í upphitun í gær og fleira til. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Fótbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hetjudáðir Stefán Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Sjá meira
Birkir Bjarnason, miðjumaður Aston Villa, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Aston Villa. Framan af fékk Birkir lítið að spila en nú spilar hann nánast hvern leik sem miðjumaður. Birkir var nálægt því að fara í janúar-glugganum og var búinn að segja þjálfaranum og stjórnarmönnum Villa að hann vildi fara fengi hann ekki að spila. „Við erum ekki búnir að vera góðir undanfarið en náðum okkur til baka í gær,” sagði Birkir í samtali við Hjört Hjartarson i Akraborginni. Birkir fékk lítið að spila hjá Villa fyrri hluta tímabilsins og flest benti til þess að hann færi frá enska B-deildarliðinu í janúar. Það breyttist og hann hefur spilað frábærlega fyrir Villa eftir áramót. „Það er mjög erfitt að segja en einhvern veginn þá fékk ég sénsinn á miðjunni. Hann ákvað að prófa mig þar og það gekk ótrúlega vel.” „Síðan hef ég nánast spilað hvern leik og það var sennilega eitthvað sem þeir sáu í mér sem djúpum miðjumann og það hefur hentað mér mjög vel,” en hversu nálægt var Birkir að fara? „Ég gat ekki haldið áfram svona fyrir HM. Ég var búinn að segja við félagið og Bruce (Steve Bruce, þjálfari Villa) að ég hafði mikinn áhuga á að fara til að fá að spila.” „Ég var búinn að segja þeim að ég vildi fara eitthvað annað. Um miðjan desember þá sögðu þeir að þeir gætu skoðað það og svo seinna í janúar þá var svarið alveg klárt nei.” Hann sér ekki eftir því núna að hafa verið áfram í Birmingham-borg og segir að það hafi alltaf verið valkostur númer eitt að vera áfram í Villa fengi hann að spila. „Ég vildi alltaf vera í Villa ef ég fengi að spila. Þetta er besti kosturinn fyrir mig og ég er ótrúlega ánægður að vera hérna enn þá og sýna hvað ég get.” Gamli refurinn, Steve Bruce, er þjálfari Villa og hefur hann verið mörg ár í boltanum. Aron ber honum söguna vel. „Hann er mjög fínn. Mjög góður að tala og er frábær taktísklega. Yfir höfuð mjög fínn kall og búinn að sýna hvað hann getur í Championship. Hann er búinn að fara upp í úrvalsdeildina nokkrum sinnum og hann er frábær stjóri.” Allt viðtalið við Birki má heyra efst í fréttinni en þar ræðir hann meðal annars um landsliðið, meiðslin sem hann varð fyrir í upphitun í gær og fleira til.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Fótbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hetjudáðir Stefán Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Sjá meira