Fótbolti

Óli Þórðar: Sé lítinn mun á fótboltanum hjá landsliðinu í dag og þegar ég spilaði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Óli Þórðar er hann var að þjálfa.
Óli Þórðar er hann var að þjálfa. vísir/valli
Knattspyrnugoðsögnin Ólafur Þórðarson gefur lítið fyrir það tal um að íslenska landsliðið spili miklu betri fótbolta í dag en þegar hann var í landsliðinu á sínum tíma.

Hann er í stórkostlegu spjalli við Gunnlaug Jónsson í þættinum Návígi á fótbolti.net.

Ólafur var að rifja upp frækið jafntefli Íslands gegn Sovétríkjunum ytra þar sem langt innkast Ólafs leiddi til þess að Ísland skoraði í leiknum. Ólafur sinnti því hlutverki Arons Einars Gunnarssonar fyrir löngu síðan.

„Menn eru að segja að fótboltinn hjá landsliðinu í dag sé miklu betri en hann var. Ég sé nú ekki gríðarlegar breytingar á því. Þetta byggist enn upp á sterkum varnarleik og föstum leikatriðum. Það er bara svipað og við vorum að reyna að gera á þessum tíma,“ segir Óli og bætir við að umgjörðin sé auðvitað allt önnur í dag.

„Landsliðið nýtur góðs af því að það kom upp úr U21 árs landsliðinu samheldinn og sterkur hópur af jafningjum. Engar stórstjörnur. Við höfum átt fleiri stórstjörnur en voru í landsliðinu í dag.“

Hlusta má á viðtalið skemmtilega hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×