Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Gagnaleki þriggja sveitarfélaga á viðkvæmum persónugögnum er af þeirri stærðargráðu að Persónuvernd hyggst framkvæma frumkvæðisrannsókn á því hvers vegna aðgengi að þessum upplýsingum var óhindrað. Í einhverjum tilfellum voru upplýsingarnar aðgengilegar í tvo til þrjá mánuði. Rætt verður við forstjóra Persónuverndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Einnig verður fjallað um fund velferðarnefndar á morgun með Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra, vegna máls Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu. Við fjöllum einnig um Karolinafund-söfnun fjölskyldu Andra Freys, sem lést í skemmtigarði á Spáni fyrir tæpum fjórum árum en fjölskyldan lætur sig dreyma um eiturgrænan bíl í anda Andra Freys sem verði tákn baráttu um bætt öryggi í skemmtigörðum.

Einnig könnum við reyk í Vestfjarðargöngum, skoðum nýtt stafrófsspil og fylgjumst með yngstu knöpum landsins.

Allt þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×