Innlent

Minniháttar bruni á Litla-Hrauni af mannavöldum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Eldurinn reyndist minniháttar en jafnframt af mannavöldum.
Eldurinn reyndist minniháttar en jafnframt af mannavöldum. Vísir/anton brink
Tilkynnt var um eld á Litla-Hrauni á níunda tímanum í gærkvöld. Starfsmenn fangelsisins náðu að slökkva eldinn sjálfir en slökkviliðið frá Þorlákshöfn hjálpaði til við að reykræsta.

Samkvæmt Pétri Péturssyni, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu var bruninn af mannavöldum og kom eldurinn upp í álmu þar sem menn búa. Sem betur fer reyndist eldurinn smávægilegur.

„Þetta var auðleyst og fljótgert,“ segir Pétur.

Stundum gerist allt á sömu mínútunni

„Það vildi þarna til að allt gerðist á sömu mínútunni,“ segir Pétur en á sama tíma og tilkynnt var um eld á Litla-Hrauni varð bílslys á Hellisheiði og sinubruni við Selfoss.


Tengdar fréttir

Slökkviliðið í útkall á Litla-Hraun

Reykræsta þurfti á Litla-Hrauni um klukkan 21 í kvöld og þurfti slökkviliðið einnig að sinna útköllum vegna bílslyss og sinuelds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×