Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Að minnsta kosti þrjú sveitarfélög, Seltjarnarnes, Garðabær og Akranes, hafa birt viðkvæmar og persónugreinanlegar upplýsingar um bæjarbúa í opnu bókhaldi bæjarfélaganna. Upplýsingarnar varða til að mynda fjárhagsaðstoð til einstaklinga og sálfræðimeðferð sem bærinn greiðir fyrir einstaklinga.

Um þetta verður fjallað í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og rætt við bæjarstjóra Seltjarnarness um málið en það er ekki útilokað að sveitarfélögin séu skaðabótaskyld vegna málsins.

Einnig verður rætt við Þórir Garðarsson, stjórnarformann Gray Line á Íslandi, en ákveðið hefur verið að segja upp fimmtán starfsmönnum fyrir næstu mánaðamót vegna samdráttar í verkefnum. Um er að ræða um fimm prósent af starfsmannafjöldanum, bílstjóra og starfsfólk í farþegaafgreiðslu en þetta er í fyrsta skipti í 30 ára sögu félagsins sem bregðast þarf við samdrætti með uppsögnum. Í viðtalinu gagnrýnir Þórir yfirvöld fyrir að bregðast ekki við ólöglegum atvinnurekstri á rútubílamarkaði hér á landi.

Í fréttatímanum sýnum við frá hinum ýmsu líflegu viðburðum í borginn, til að mynda skrúðreið og borgarhakki. Við sýnum frá Fossavatnsgöngunni á Ísafirði og bregðum okkur í leikhús í Sólheimum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×