Innlent

Akranes opnar bókhaldið

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ákvörðunin var tekin til að tryggja gagnsæi og opna stjórnsýslu.
Ákvörðunin var tekin til að tryggja gagnsæi og opna stjórnsýslu. Vísir/gunnar v. andrésson
Á næstu dögum opnar Akraneskaupstaður bókhaldið fyrir almenningi. Hægt verður að skoða og sækja fjárhagslegar upplýsingar um Akraneskaupstað beint úr bókhaldskerfi bæjarins.

Í tilkynningu frá verkefnastjóra Akraneskaupstaðar segir að ákvörðunin hafi verið tekin með það fyrir augum að tryggja gagnsæi og opnari stjórnsýslu

„Við viljum með þessari opnun stuðla að bættu upplýsingastreymi til íbúa um hvað krónurnar okkar fara í. Samhliða þessari vinnu hafa verið útbúin myndbönd fyrir fjárhagsárið í ár og veita þau upplýsingar um einstaka málaflokka. Myndböndin munu birtast eitt í einu á næstu dögum, bæði á heimasíðu Akraneskaupstaðar og á samfélagsmiðlum. Fyrsta myndbandið af fjórum snýr annars vegar að skipulags- og umhverfissviði og hins vegar stjórnsýslu- og fjármálasviði.“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.

Verkefnið er unnið í samvinnu við ráðgjafasvið KPMG á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×