Innlent

Stöðvaði kannabisræktun í Reykjanesbæ

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Leigjandi iðnaðarhúsnæðis í Reykjanesbæ viðurkenndi að hafa staðið að ræktun kannabisplantna.
Leigjandi iðnaðarhúsnæðis í Reykjanesbæ viðurkenndi að hafa staðið að ræktun kannabisplantna. Vísir/Stefán
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í umdæminu á dögunum. Ræktunin fór fram í þremur tjöldum í iðnaðarhúsnæði. Um tuttugu plöntur var að ræða á hinum ýmsu vaxtarstigum.

Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum var leigjandi iðnaðarhúsnæðisins boðaður á fund lögreglu. Hann viðurkenndi möglunarlaust að hafa staðið að ræktuninni.

Maðurinn ók á fund lögreglu en þegar hann mætti á staðinn vaknaði rökstuddur grunur að hann væri undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Þegar lögregla spurði hann hvers vegna hann ræktaði kannabisplöntur í Reykjanesbæ í ljósi þess að hann byggi í öðru umdæmi svaraði maðurinn að húsaleigan væri hagstæðari í Reykjanesbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×