Innlent

Ungur ökumaður reyndi að stinga lögregluna af

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ökumaður jók hraðann þegar lögregla gaf honum merki um að stöðva bifreiðina.
Ökumaður jók hraðann þegar lögregla gaf honum merki um að stöðva bifreiðina. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varð að elta ökumann á Reykjanesbraut eftir að hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum hennar. Ungi maðurinn ók á 115 km/klst þegar lögreglan gaf honum merki um að stöðva bifreiðina. Í eftirför lögreglu mældist bifreiðin á yfir 200 km/klst auk þess sem ökumaðurinn ók yfir gatnamót á móti rauðu ljósi. Það var síðan á Kalárselsvegi sem ökumaðurinn stöðvaði bifreiðina.

Ökumaðurinn er 17 ára gamall og var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Hann er grunaður um eignaspjöll, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögregla hefur greint föður ökumannsins frá málinu auk þess sem tilkynning var send til Barnaverndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×