Innlent

Ekið á fimm ára gamalt barn á Suðurnesjum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum var ausandi rigning og ökumaður sá barnið ekki fyrr en of seint.
Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum var ausandi rigning og ökumaður sá barnið ekki fyrr en of seint. VÍSIR/GVA
Ekið var á fimm ára gamalt barn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum nú í vikunni. Var barnið á leið yfir gangbraut og leiddi hjólið sitt þegar ekið var á það.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum var ausandi rigning og ökumaður sá barnið ekki fyrr en of seint. Hugaði ökumaðurinn að því og hringdi á Neyðarlínuna.

Barnið var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og reyndist hafa sloppið með mar á fótum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×