Forseti Rúmeníu krefst afsagnar forsætisráðherrans Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2018 11:18 Dancila heimsótti Ísrael í vikunni. Ríkisstjórn hennar er sögð vinna að því að færa sendiráð Rúmeníu til Jerúsalem. Vísir/AFP Vantrauststillaga gæti blasað við Vioricu Dancila, forsætisráðherra Rúmeníu, eftir að Klaus Iohannis forseti krafðist afsagnar hennar í dag. Forsetinn telur ráðherrann hafa farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hún gerði leynilegt samkomulag um að færa sendiráð landsins í Ísrael til Jerúsalem. „Frú Dancila ræður ekki við skyldur sínar sem forsætisráðherra Rúmeníu og er þannig að gera ríkisstjórnina að dragbít fyrir Rúmeníu. Þess vegna kalla ég opinberlega eftir afsögn hennar,“ sagði Iohannis í yfirlýsingu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það er á valdi forseta Rúmeníu að taka ákvarðanir um flutning sendiráða. Iohannis segir hins vegar að Dancila hafi ekki ráðfært sig við hann um flutning sendiráðsins í Ísrael eða opinbera heimsókn forsætisráðherrans þangað í vikunni. Dancila hefur sagt efni minnisblaðs sem hún skrifaði undir varðandi flutningin trúnaðarmál sem ekki væri hægt að greina frá opinberlega ennþá. Iohannis varar við því að flutningur sendiráðsins gæti varðað við alþjóðalög. Ísraelsmenn gera tilkall til Jerúsalem en það gera Palestínumenn einnig. Fá ríki viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels af þessum sökum og yrði Rúmenía fyrsta Evrópulandið til að gera það. Það olli miklum úlfaþyt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels í vetur. Forseti Rúmeníu hefur ekki vald til að reka forsætisráðherrann en krafa Iohannis gæti leitt til vantrauststillögu í þinginu. Nær öruggt er þó talið að Dancila stæði hana af sér en Sósíaldemókrataflokkur hennar er með traustan meirihluta þar. Rúmenía Tengdar fréttir Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. 10. desember 2017 07:23 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Vantrauststillaga gæti blasað við Vioricu Dancila, forsætisráðherra Rúmeníu, eftir að Klaus Iohannis forseti krafðist afsagnar hennar í dag. Forsetinn telur ráðherrann hafa farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hún gerði leynilegt samkomulag um að færa sendiráð landsins í Ísrael til Jerúsalem. „Frú Dancila ræður ekki við skyldur sínar sem forsætisráðherra Rúmeníu og er þannig að gera ríkisstjórnina að dragbít fyrir Rúmeníu. Þess vegna kalla ég opinberlega eftir afsögn hennar,“ sagði Iohannis í yfirlýsingu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það er á valdi forseta Rúmeníu að taka ákvarðanir um flutning sendiráða. Iohannis segir hins vegar að Dancila hafi ekki ráðfært sig við hann um flutning sendiráðsins í Ísrael eða opinbera heimsókn forsætisráðherrans þangað í vikunni. Dancila hefur sagt efni minnisblaðs sem hún skrifaði undir varðandi flutningin trúnaðarmál sem ekki væri hægt að greina frá opinberlega ennþá. Iohannis varar við því að flutningur sendiráðsins gæti varðað við alþjóðalög. Ísraelsmenn gera tilkall til Jerúsalem en það gera Palestínumenn einnig. Fá ríki viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels af þessum sökum og yrði Rúmenía fyrsta Evrópulandið til að gera það. Það olli miklum úlfaþyt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels í vetur. Forseti Rúmeníu hefur ekki vald til að reka forsætisráðherrann en krafa Iohannis gæti leitt til vantrauststillögu í þinginu. Nær öruggt er þó talið að Dancila stæði hana af sér en Sósíaldemókrataflokkur hennar er með traustan meirihluta þar.
Rúmenía Tengdar fréttir Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. 10. desember 2017 07:23 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. 10. desember 2017 07:23
Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45
Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50