Innlent

Píratar mælast annar stærsti flokkurinn á Alþingi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hér sjást nokkrir af þingmönnum Pírata.
Hér sjást nokkrir af þingmönnum Pírata. Vísir/anton brink
Píratar mælast annar stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun MMR. Mælast þeir með 15,3 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 23,9 prósenta fylgi. Píratar bæta við sig 2,1 prósentustigum frá síðustu mælingu sem þann 19. mars síðastliðinn.

Vinstri græn mælast með svipað fylgi og í síðustu könnun og fá 14,3 prósent. Samfylkingin tapar 2,5 prósentustigum á milli mælinga og mælist nú með 13,6 prósent fylgi. Flokkur fólksins bætir hins vegar við sig 3,3 prósentustigum og mælist með 6,9 prósent.

Fylgi Miðflokksins mælist nú 8,8 prósent en var 10,7 prósent í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mælist svo 7,3 prósent og mældist 9 prósent síðast. Þá mælist Viðreisn með 7 prósenta fylgi en var með 6 prósent í síðustu könnun.

Könnun MMR var framkvæmd dagan 13. til 19. apríl. Svarfjöldi var 910 einstaklingar, 18 ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×