Lögmaður Trump neitar að bera vitni Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2018 12:10 Cohen hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Klámmyndaleikkona hefur stefnt honum og alríkislögreglan rannsakar hann. Vísir/AFP Michael Cohen, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar að nýta rétt sinn til að bera ekki vitni í máli sem klámmyndaleikkona höfðaði til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hann gerði við hana. Cohen telur að vitnisburður sinn gæti haft áhrif á sakamálarannsókn á viðskiptum hans. Stephanie Clifford, betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðaði málið til að geta tjáð sig um kynferðislegt samband sitt við Trump fyrir rúmum áratug. Cohen greiddi henni 130.000 dollara, að sögn úr eigin vasa, til að þegja um framhjáhaldið rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Síðan þá hefur komið í ljós að alríkislögreglan FBI hefur Cohen til rannsóknar, meðal annars vegna greiðslunnar til Clifford. Húsleit var gerð á skrifstofu, heimili og hótelherbergi Cohen fyrr í mánuðinum. Cohen sagði dómaranum í máli Clifford í gær að hann bæri fyrir sig fimmta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og neitaði að bera vitni. Viðaukinn kveður á um rétt fólks til að bendla ekki sjálft sig við glæp. Vísaði hann til alríkisrannsóknarinnar á sér. Lögmenn Cohen hafa jafnframt óskað eftir því að gert verði níutíu daga hlé á meðferð málsins.Gagnrýndi aðstoðarmenn Clinton fyrir að neita að bera vitni Þegar uppvíst varð um greiðslu Cohen til Clifford bar lögmaðurinn því við að hann hefði greitt féð úr eigin vasa án þess að forsetinn hefði endurgreitt honum. Á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að greiðslan hafi brotið gegn lögum um kosningaframlög og hvort að Cohen hafi fengið lán fyrir greiðslunni á fölskum forsendum.Washington Post segir ekki óalgengt að sakborningar sem standa bæði frammi fyrir opinberri rannsókn og einkamáli óski eftir hléi í einkamálinu til að forðast að bera vitni eiðsvarnir og að afhenda skjöl sem gætu bendlað þá við glæpi. Hins vegar hefur verið rifjað upp að Trump var afar gagnrýninn á aðstoðarmenn Hillary Clinton, mótherja hans í kosningunum árið 2016, sem neituðu að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakaði tölvupósta hennar þegar hún var utanríkisráðherra. „Mafían notar fimmta viðaukann. Ef þú ert saklaus, hvers vegna ertu að nota fimmta viðaukann?“ sagði Trump við stuðningsmenn sína á kosningafundi í aðdraganda kosninganna. Washington Post segir að Trump hafi sjálfur borið fyrir sig fimmta viðaukanum til að forðast að svara 97 spurningum í vitnisburði í tengslum við skilnað árið 1990. Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Michael Cohen, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar að nýta rétt sinn til að bera ekki vitni í máli sem klámmyndaleikkona höfðaði til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hann gerði við hana. Cohen telur að vitnisburður sinn gæti haft áhrif á sakamálarannsókn á viðskiptum hans. Stephanie Clifford, betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðaði málið til að geta tjáð sig um kynferðislegt samband sitt við Trump fyrir rúmum áratug. Cohen greiddi henni 130.000 dollara, að sögn úr eigin vasa, til að þegja um framhjáhaldið rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Síðan þá hefur komið í ljós að alríkislögreglan FBI hefur Cohen til rannsóknar, meðal annars vegna greiðslunnar til Clifford. Húsleit var gerð á skrifstofu, heimili og hótelherbergi Cohen fyrr í mánuðinum. Cohen sagði dómaranum í máli Clifford í gær að hann bæri fyrir sig fimmta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og neitaði að bera vitni. Viðaukinn kveður á um rétt fólks til að bendla ekki sjálft sig við glæp. Vísaði hann til alríkisrannsóknarinnar á sér. Lögmenn Cohen hafa jafnframt óskað eftir því að gert verði níutíu daga hlé á meðferð málsins.Gagnrýndi aðstoðarmenn Clinton fyrir að neita að bera vitni Þegar uppvíst varð um greiðslu Cohen til Clifford bar lögmaðurinn því við að hann hefði greitt féð úr eigin vasa án þess að forsetinn hefði endurgreitt honum. Á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að greiðslan hafi brotið gegn lögum um kosningaframlög og hvort að Cohen hafi fengið lán fyrir greiðslunni á fölskum forsendum.Washington Post segir ekki óalgengt að sakborningar sem standa bæði frammi fyrir opinberri rannsókn og einkamáli óski eftir hléi í einkamálinu til að forðast að bera vitni eiðsvarnir og að afhenda skjöl sem gætu bendlað þá við glæpi. Hins vegar hefur verið rifjað upp að Trump var afar gagnrýninn á aðstoðarmenn Hillary Clinton, mótherja hans í kosningunum árið 2016, sem neituðu að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakaði tölvupósta hennar þegar hún var utanríkisráðherra. „Mafían notar fimmta viðaukann. Ef þú ert saklaus, hvers vegna ertu að nota fimmta viðaukann?“ sagði Trump við stuðningsmenn sína á kosningafundi í aðdraganda kosninganna. Washington Post segir að Trump hafi sjálfur borið fyrir sig fimmta viðaukanum til að forðast að svara 97 spurningum í vitnisburði í tengslum við skilnað árið 1990.
Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29