Tekjutap í breyttu umhverfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. apríl 2018 07:45 Breytingar á fjölmiðlaumhverfinu þýða töluvert tekjutap fyrir hið opinbera. Vísir/Getty Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun að tekjutap ríkisins vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur og breytinga á fjölmiðlaumhverfi þýði tekjutap sem nemur rúmum hálfum milljarði á næstu árum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist horfa til alþjóðlegs umhverfis við vinnu á breytingum vegna starfsskilyrða fjölmiðla. „Ég er að horfa á öll Norðurlöndin og ég er líka að horfa á Breta sem eru með sterkt ríkissjónvarp, BBC. Nálgunin er alþjóðleg og það er alveg ljóst að við hlutfallslega erum að styrkja okkar einkareknu fjölmiðla minna en þau lönd sem við miðum okkur við. Þetta verður stór þáttur í þeirri niðurstöðu sem við komumst að,“ segir Lilja. Nefnd sem Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði um breytt rekstrarumhverfi fjölmiðla skilaði Lilju Alfreðsdóttur, núverandi ráðherra, skýrslu í lok janúar. Þar er meðal annars lagt til að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni, að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta verði 11 prósent, að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar, að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna textunar og talsetningar á efni, að undanþáguheimildir verði gefnar vegna textunar og talsetningar og að tryggt verði gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Dönsk stjórnvöld kynntu um daginn tillögur til að bregðast við rekstrarstöðu fjölmiðla. Lilja segist vera búin að kynna sér þær og að þær hafi verið ræddar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Eftir að fréttir birtust af tillögunum í dönskum fjölmiðlum sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að í Evrópu væru menn að átta sig á hversu mikil tímaskekkja ríkisreknir ljósvaka- og netmiðlar eru. „Og ekki bara tímaskekkja heldur fullkomlega óeðlilegt út frá jafnræðis-og samkeppnissjónarmiðum. Eins og oft áður eru Danir fyrstir að rakna úr rotinu. Á Íslandi eru menningar- og öryggisrökin fyrir tilvist RUV úr sér gengin sem og rökin fyrir aðgengi allra að ljósvakamiðlum. Kannski að hollvinir RUV reyni að beita lýðheilsusjónarmiðum eins og við hollvinir ÁTVR gerum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi,“ sagði Brynjar á Facebook. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun að tekjutap ríkisins vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur og breytinga á fjölmiðlaumhverfi þýði tekjutap sem nemur rúmum hálfum milljarði á næstu árum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist horfa til alþjóðlegs umhverfis við vinnu á breytingum vegna starfsskilyrða fjölmiðla. „Ég er að horfa á öll Norðurlöndin og ég er líka að horfa á Breta sem eru með sterkt ríkissjónvarp, BBC. Nálgunin er alþjóðleg og það er alveg ljóst að við hlutfallslega erum að styrkja okkar einkareknu fjölmiðla minna en þau lönd sem við miðum okkur við. Þetta verður stór þáttur í þeirri niðurstöðu sem við komumst að,“ segir Lilja. Nefnd sem Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði um breytt rekstrarumhverfi fjölmiðla skilaði Lilju Alfreðsdóttur, núverandi ráðherra, skýrslu í lok janúar. Þar er meðal annars lagt til að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni, að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta verði 11 prósent, að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar, að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna textunar og talsetningar á efni, að undanþáguheimildir verði gefnar vegna textunar og talsetningar og að tryggt verði gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Dönsk stjórnvöld kynntu um daginn tillögur til að bregðast við rekstrarstöðu fjölmiðla. Lilja segist vera búin að kynna sér þær og að þær hafi verið ræddar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Eftir að fréttir birtust af tillögunum í dönskum fjölmiðlum sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að í Evrópu væru menn að átta sig á hversu mikil tímaskekkja ríkisreknir ljósvaka- og netmiðlar eru. „Og ekki bara tímaskekkja heldur fullkomlega óeðlilegt út frá jafnræðis-og samkeppnissjónarmiðum. Eins og oft áður eru Danir fyrstir að rakna úr rotinu. Á Íslandi eru menningar- og öryggisrökin fyrir tilvist RUV úr sér gengin sem og rökin fyrir aðgengi allra að ljósvakamiðlum. Kannski að hollvinir RUV reyni að beita lýðheilsusjónarmiðum eins og við hollvinir ÁTVR gerum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi,“ sagði Brynjar á Facebook.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira