Konur dvelja lengur en áður í Kvennaathvarfinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. apríl 2018 13:00 Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, kynnti áform um byggingu nýs húsnæðis á fundi Íbúðalánasjóðs. Byggingin verður fjármögnuð með stofnframlögum. Vísir/Sigtryggur Ari Áformað er að framkvæmdir við byggingu íbúðarhúsnæðis sem Kvennaathvarfið hyggst reisa hefjist í haust. Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að Reykjavíkurborg sé búin að gefa vilyrði fyrir lóðinni, en staðsetningin verði ekki gefin upp. „Við köllum það bara á besta stað í bænum en við ákváðum að halda því fyrir okkur að sinni,“ segir Sigþrúður. Verið sé að vinna í deiliskipulagsmálum. Stefnt er að því að byggja hús með sextán íbúðum. Í hverri þeirra verða 1 til 3 herbergi. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er um 330 milljónir króna. Sigþrúður hélt erindi um nýja húsið á fundi sem Íbúðalánasjóður hélt um úthlutun stofnframlaga. Húsnæðið verður að hluta til reist með stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði, en líka með styrk frá Verkefninu á Allra vörum og Alheims Auði. Heimilinu er ætlað að vera fyrir konur sem þegar hafa dvalið í Kvennaathvarfinu. Á fundi Íbúðalánasjóðs í gær kom fram að tilgangurinn væri að konurnar búi áfram í öruggu húsnæði sem þær fá á viðráðanlegu verði. Áætlað er að dvalartími hverrar konu í húsinu verði 18 til 24 mánuðir. Í einhverjum tilfellum hugsanlega skemmri. Sigþrúður segir að sá tími sem konur dvelji í Kvennaathvarfinu hafi lengst undanfarin fimm til sex ár og sé orðinn helmingi lengri en hann var. „Við erum alltaf að sjá fleiri og fleiri konur sem dvelja í hálft ár eða meira. Það er að hluta til vegna innra starfs hjá okkur en að hluta til vegna þess að konur hafa ekki í annað hús að venda. Þær bara komast ekkert út og já, húsnæðismarkaðurinn spilar svo sannarlega inn í,“ segir hún. Um helmingur kvennanna sem dvelji í kvennaathvarfinu sé erlendur. „Konur dvelja hjá okkur í allt að ellefu mánuði. Einu sinni var fjölskylda hjá okkur í ellefu mánuði og átti þá líklega svona um 200 sambýliskonur og börn á þeim tíma, sem er kannski ekki æskilegt þegar til langs tíma er litið,“ segir Sigþrúður og bætir við að fjöldinn í húsinu verði vissulega mjög mikill með mjög löngum dvalartíma. Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
Áformað er að framkvæmdir við byggingu íbúðarhúsnæðis sem Kvennaathvarfið hyggst reisa hefjist í haust. Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að Reykjavíkurborg sé búin að gefa vilyrði fyrir lóðinni, en staðsetningin verði ekki gefin upp. „Við köllum það bara á besta stað í bænum en við ákváðum að halda því fyrir okkur að sinni,“ segir Sigþrúður. Verið sé að vinna í deiliskipulagsmálum. Stefnt er að því að byggja hús með sextán íbúðum. Í hverri þeirra verða 1 til 3 herbergi. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er um 330 milljónir króna. Sigþrúður hélt erindi um nýja húsið á fundi sem Íbúðalánasjóður hélt um úthlutun stofnframlaga. Húsnæðið verður að hluta til reist með stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði, en líka með styrk frá Verkefninu á Allra vörum og Alheims Auði. Heimilinu er ætlað að vera fyrir konur sem þegar hafa dvalið í Kvennaathvarfinu. Á fundi Íbúðalánasjóðs í gær kom fram að tilgangurinn væri að konurnar búi áfram í öruggu húsnæði sem þær fá á viðráðanlegu verði. Áætlað er að dvalartími hverrar konu í húsinu verði 18 til 24 mánuðir. Í einhverjum tilfellum hugsanlega skemmri. Sigþrúður segir að sá tími sem konur dvelji í Kvennaathvarfinu hafi lengst undanfarin fimm til sex ár og sé orðinn helmingi lengri en hann var. „Við erum alltaf að sjá fleiri og fleiri konur sem dvelja í hálft ár eða meira. Það er að hluta til vegna innra starfs hjá okkur en að hluta til vegna þess að konur hafa ekki í annað hús að venda. Þær bara komast ekkert út og já, húsnæðismarkaðurinn spilar svo sannarlega inn í,“ segir hún. Um helmingur kvennanna sem dvelji í kvennaathvarfinu sé erlendur. „Konur dvelja hjá okkur í allt að ellefu mánuði. Einu sinni var fjölskylda hjá okkur í ellefu mánuði og átti þá líklega svona um 200 sambýliskonur og börn á þeim tíma, sem er kannski ekki æskilegt þegar til langs tíma er litið,“ segir Sigþrúður og bætir við að fjöldinn í húsinu verði vissulega mjög mikill með mjög löngum dvalartíma.
Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira