Konur dvelja lengur en áður í Kvennaathvarfinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. apríl 2018 13:00 Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, kynnti áform um byggingu nýs húsnæðis á fundi Íbúðalánasjóðs. Byggingin verður fjármögnuð með stofnframlögum. Vísir/Sigtryggur Ari Áformað er að framkvæmdir við byggingu íbúðarhúsnæðis sem Kvennaathvarfið hyggst reisa hefjist í haust. Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að Reykjavíkurborg sé búin að gefa vilyrði fyrir lóðinni, en staðsetningin verði ekki gefin upp. „Við köllum það bara á besta stað í bænum en við ákváðum að halda því fyrir okkur að sinni,“ segir Sigþrúður. Verið sé að vinna í deiliskipulagsmálum. Stefnt er að því að byggja hús með sextán íbúðum. Í hverri þeirra verða 1 til 3 herbergi. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er um 330 milljónir króna. Sigþrúður hélt erindi um nýja húsið á fundi sem Íbúðalánasjóður hélt um úthlutun stofnframlaga. Húsnæðið verður að hluta til reist með stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði, en líka með styrk frá Verkefninu á Allra vörum og Alheims Auði. Heimilinu er ætlað að vera fyrir konur sem þegar hafa dvalið í Kvennaathvarfinu. Á fundi Íbúðalánasjóðs í gær kom fram að tilgangurinn væri að konurnar búi áfram í öruggu húsnæði sem þær fá á viðráðanlegu verði. Áætlað er að dvalartími hverrar konu í húsinu verði 18 til 24 mánuðir. Í einhverjum tilfellum hugsanlega skemmri. Sigþrúður segir að sá tími sem konur dvelji í Kvennaathvarfinu hafi lengst undanfarin fimm til sex ár og sé orðinn helmingi lengri en hann var. „Við erum alltaf að sjá fleiri og fleiri konur sem dvelja í hálft ár eða meira. Það er að hluta til vegna innra starfs hjá okkur en að hluta til vegna þess að konur hafa ekki í annað hús að venda. Þær bara komast ekkert út og já, húsnæðismarkaðurinn spilar svo sannarlega inn í,“ segir hún. Um helmingur kvennanna sem dvelji í kvennaathvarfinu sé erlendur. „Konur dvelja hjá okkur í allt að ellefu mánuði. Einu sinni var fjölskylda hjá okkur í ellefu mánuði og átti þá líklega svona um 200 sambýliskonur og börn á þeim tíma, sem er kannski ekki æskilegt þegar til langs tíma er litið,“ segir Sigþrúður og bætir við að fjöldinn í húsinu verði vissulega mjög mikill með mjög löngum dvalartíma. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Áformað er að framkvæmdir við byggingu íbúðarhúsnæðis sem Kvennaathvarfið hyggst reisa hefjist í haust. Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að Reykjavíkurborg sé búin að gefa vilyrði fyrir lóðinni, en staðsetningin verði ekki gefin upp. „Við köllum það bara á besta stað í bænum en við ákváðum að halda því fyrir okkur að sinni,“ segir Sigþrúður. Verið sé að vinna í deiliskipulagsmálum. Stefnt er að því að byggja hús með sextán íbúðum. Í hverri þeirra verða 1 til 3 herbergi. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er um 330 milljónir króna. Sigþrúður hélt erindi um nýja húsið á fundi sem Íbúðalánasjóður hélt um úthlutun stofnframlaga. Húsnæðið verður að hluta til reist með stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði, en líka með styrk frá Verkefninu á Allra vörum og Alheims Auði. Heimilinu er ætlað að vera fyrir konur sem þegar hafa dvalið í Kvennaathvarfinu. Á fundi Íbúðalánasjóðs í gær kom fram að tilgangurinn væri að konurnar búi áfram í öruggu húsnæði sem þær fá á viðráðanlegu verði. Áætlað er að dvalartími hverrar konu í húsinu verði 18 til 24 mánuðir. Í einhverjum tilfellum hugsanlega skemmri. Sigþrúður segir að sá tími sem konur dvelji í Kvennaathvarfinu hafi lengst undanfarin fimm til sex ár og sé orðinn helmingi lengri en hann var. „Við erum alltaf að sjá fleiri og fleiri konur sem dvelja í hálft ár eða meira. Það er að hluta til vegna innra starfs hjá okkur en að hluta til vegna þess að konur hafa ekki í annað hús að venda. Þær bara komast ekkert út og já, húsnæðismarkaðurinn spilar svo sannarlega inn í,“ segir hún. Um helmingur kvennanna sem dvelji í kvennaathvarfinu sé erlendur. „Konur dvelja hjá okkur í allt að ellefu mánuði. Einu sinni var fjölskylda hjá okkur í ellefu mánuði og átti þá líklega svona um 200 sambýliskonur og börn á þeim tíma, sem er kannski ekki æskilegt þegar til langs tíma er litið,“ segir Sigþrúður og bætir við að fjöldinn í húsinu verði vissulega mjög mikill með mjög löngum dvalartíma.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira