Erlent

Karl Bretaprins verður leiðtogi breska samveldisins

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
"Ég óska þess að samveldið haldi áfram að stuðla að stöðugleika og góðri framtíð komandi kynslóða," sagði drottningin þegar hún ávarpaði leiðtogafundinn
"Ég óska þess að samveldið haldi áfram að stuðla að stöðugleika og góðri framtíð komandi kynslóða," sagði drottningin þegar hún ávarpaði leiðtogafundinn
Karl Bretaprins verður næsti leiðtogi breska samveldisins. Elísabet önnur Bretlandsdrottning bað í gær leiðtoga samveldisríkjanna fimmtíu og þriggja að tilnefna Karl sem næsta þjóðhöfðingja þar sem titillinn gengur ekki í erfðir eins og sjálf krúna Bretlands. Það var samþykkt á leiðtogafundi í Lundúnum í hádeginu.



Breska samveldið varð til á tuttugustu öldinni þegar heimsveldi Breta leið undir lok og fyrrum nýlendur öðluðust sjálfstæði. Það var faðir Elísabetar, Georg sjötti, sem stofnaði samveldi átta ríkja árið 1949 en þeim fjölgaði ört eftir því sem nýlendunum fækkaði. Elísabet tók við hlutverki föður síns þegar hún var krýnd árið 1952 en þá strax lá fyrir að þjóðhöfðingjar Bretlands yrðu ekki sjálfkrafa leiðtogar samveldisins heldur þyrfti samþykki ríkjanna í hvert sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×