Laurent Koscielny, varnarmaður Arsenal og franska landsliðsins, mun missa af HM í Rússlandi í sumar eftir að hafa meiðst gegn Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.
Koscielny fór af velli snemma í leiknum og óttast var að meiðslin væru alvarleg því hann virkaði mjög kvalinn. Arsenal féll úr leik samtals 2-1 gegn Atletico og er því úr leik í Evrópudeildinni.
Þó að Arsenal væru ekki að keppa að neinu það sem eftir lifir tímabilsins var stór stund fyrir Koscielny í sumar því franska landsliðið er á leið á HM í Rússlandi þar sem hann hefur verið fastamaður.
Nú er það orðið ljóst að franski miðvörðurinn mun ekki spila fyrr en í desember en hann gekkst undir aðgerð í morgun á hásin. Hann mun vera lengi frá og ljóst að Frakkar verða án Koscielny í sumar.

