Fótbolti

Kínaför Iniesta í uppnámi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Iniesta þakkar fyrir sig hjá Barcelona.
Iniesta þakkar fyrir sig hjá Barcelona. vísir/afp
Kínaför Andres Iniesta gæti verið í hættu eftir að Chongqing Lifan, félagið sem Iniesta átti að ganga í raðir, sögðu að þeir myndu ekki borga þau laun sem Spánverjinn hafði óskað eftir.

Chongqing Lifan segir að þeir vilja ekki borga Iniesta svo mikið því það gæti einfaldlega eyðilegt markaðinn. Þeir settu yfirlýsinguna þess efnis á Weibo sem er stærsti samskiptamiðillinn í Kína.

Forseti félagsins, Jiang Lizhang, sagði að viðræður væru við Inesta um að koma inn í markaðsstarf og þjálfun yngri leikmanna en það væri enginn samningur í höfn þess efnis að Iniesta myndi spila með liðinu.

Iniesta, sem er 33 ára gamall, hefur spilað með aðalliði Barcelona síðan 2002. Hann er að kveðja Barcelona og ætlaði að fara til Chongqing. Hann átti að fá samning að andvirði 81 milljónum evra en það ku nú vera í uppnámi.

Chongqing eru sagði vilja fylgja reglum kínverska sambandsins en harðar reglur eru þess efnis um hversu mikið liðið má eyða er það fer upp á milli deilda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×