Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2018 19:17 Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. Annað hvert umgengnisforeldri sé á vanskilaskrá og félagsþjónustan líti ekki á þennan hóp sem oft glími við fátækt sem foreldra. Efst á málefnaskrá stjórnmálasamtakanna Karlalistans er að auka barnavernd og að hætt verði að skipa pólitískt í barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Mikilvægt sé að stöður í nefndinni verði auglýstar og hæfasta fólkið ráðið. Karlalistinn telur að málefni umgengnisfeðra séu almennt fyrir borð borinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Þörf sé að taka á í þeim efnum en það hafi aðrir flokkar ekki gert hingað til. Gunnar Kristinn Þórðarson sem skipar fyrsta sæti Karlalistans segir að barnavernd Reykjavíkur eigi að beita heimildum sínum til íhlutunar þegar umgengni við börn sé tálmuð með óréttmætum hætti. „Réttindi barna og réttindi umgengnisforeldra tengjast því umgengnisrétturinn er gagnkvæmur. Það eru hagsmunir barns að fá að umgangast foreldra sína eftir skilnað,“ segir Gunnar Kristinn. Það hafi verið tekin nokkur hænuskref í þessum efnum í gegnum tíðina en lítið hafi gerst í þeim efnum bæði hjá borg og Alþingi.Hér má sjá framboðslista Karlalistans sem býður fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.grafík/stöð 2„Hvort sem það heitir lífskjaramál eða tálmunar og umgengnismál. Þannig að við sjáum ekki flöt á öðru en að taka okkur stöðu á sviði stjórnmálanna og beita okkur í jafnréttisbaráttunni frá sjónarhóli og reynslu karlmanna,“ segir oddvitinn. Karlalistinn sé jafnréttisflokkur og styðji því jafnréttisbaráttu kvenna og að fólk njóti almennt sömu kjara og réttinda. Hins begar sé andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn körlum inni á heimilinu stórt og falið vandamál og þeir þurfi þjónustu og athvarf eins og konur í sömu stöðu. Þá sé fátækt meðal umgengnisfeðra algeng. Helmingur þeirra sé á vanskilaskrá þar af stór hluti að kröfu innheimtustofnunar. „Umgengnisforeldrar hafa ekki stöðu foreldris gagnvart velferðarkerfinu heldur sem barnlausir einstaklingar. En velferðarbætur til handa barnafjölskyldum skapa ansi stóran hluta ráðstöfunartekna þeirra,“ segir Gunnar Kristinn. Þrjár konur eru á listanum en Dagbjört Edda Bárðardóttir sem er í sjötta sætinu segir enga tala fyrir hagsmunum þessa hóps. „Það er ekkert talað um það og ef þeir tjá sig er ráðist á þá í rauninni. Þannig að þessu þarf að breyta,“ segir Dagbjört Edda.Hér má sjá málefnaskrá Karlalistans eins og hún var kynnt í dag. Kosningar 2018 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. Annað hvert umgengnisforeldri sé á vanskilaskrá og félagsþjónustan líti ekki á þennan hóp sem oft glími við fátækt sem foreldra. Efst á málefnaskrá stjórnmálasamtakanna Karlalistans er að auka barnavernd og að hætt verði að skipa pólitískt í barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Mikilvægt sé að stöður í nefndinni verði auglýstar og hæfasta fólkið ráðið. Karlalistinn telur að málefni umgengnisfeðra séu almennt fyrir borð borinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Þörf sé að taka á í þeim efnum en það hafi aðrir flokkar ekki gert hingað til. Gunnar Kristinn Þórðarson sem skipar fyrsta sæti Karlalistans segir að barnavernd Reykjavíkur eigi að beita heimildum sínum til íhlutunar þegar umgengni við börn sé tálmuð með óréttmætum hætti. „Réttindi barna og réttindi umgengnisforeldra tengjast því umgengnisrétturinn er gagnkvæmur. Það eru hagsmunir barns að fá að umgangast foreldra sína eftir skilnað,“ segir Gunnar Kristinn. Það hafi verið tekin nokkur hænuskref í þessum efnum í gegnum tíðina en lítið hafi gerst í þeim efnum bæði hjá borg og Alþingi.Hér má sjá framboðslista Karlalistans sem býður fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.grafík/stöð 2„Hvort sem það heitir lífskjaramál eða tálmunar og umgengnismál. Þannig að við sjáum ekki flöt á öðru en að taka okkur stöðu á sviði stjórnmálanna og beita okkur í jafnréttisbaráttunni frá sjónarhóli og reynslu karlmanna,“ segir oddvitinn. Karlalistinn sé jafnréttisflokkur og styðji því jafnréttisbaráttu kvenna og að fólk njóti almennt sömu kjara og réttinda. Hins begar sé andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn körlum inni á heimilinu stórt og falið vandamál og þeir þurfi þjónustu og athvarf eins og konur í sömu stöðu. Þá sé fátækt meðal umgengnisfeðra algeng. Helmingur þeirra sé á vanskilaskrá þar af stór hluti að kröfu innheimtustofnunar. „Umgengnisforeldrar hafa ekki stöðu foreldris gagnvart velferðarkerfinu heldur sem barnlausir einstaklingar. En velferðarbætur til handa barnafjölskyldum skapa ansi stóran hluta ráðstöfunartekna þeirra,“ segir Gunnar Kristinn. Þrjár konur eru á listanum en Dagbjört Edda Bárðardóttir sem er í sjötta sætinu segir enga tala fyrir hagsmunum þessa hóps. „Það er ekkert talað um það og ef þeir tjá sig er ráðist á þá í rauninni. Þannig að þessu þarf að breyta,“ segir Dagbjört Edda.Hér má sjá málefnaskrá Karlalistans eins og hún var kynnt í dag.
Kosningar 2018 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira