Erlent

Sprenging í mosku í Afganistan

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Moskan er í borginni Khost í Afganistan. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Moskan er í borginni Khost í Afganistan. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/EPA
12 eru látnir og að minnsta kosti 33 slasaðir eftir sprengingu í mosku í Afganistan. Moskan var notuð fyrir kjörskráningu. Moskan er í borginni Khost en enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Fjöldi árása hafa verið gerðar gegn kosningalýðræði í landinu og margar slíkar árásir hafa verið gerðar frá því byrjað var að skrá kjósendur. Í síðasta mánuði létust 60 og 120 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás þar sem kjörskráning var í gangi í Kabúl. 

Kosið verður til þings í Afganistan í október á þessu ári, í fyrsta skipti síðan árið 2014. Kosið verður þann 20. október næstkomandi en þær kosningar áttu upphaflega að fara fram í október 2016, svo í júní á þessu ári. Kosningum hefur verið frestað ítrekað og hafa yfirvöld sagt öryggisástæður þar að baki svo ljóst er að ríkisstjórnin telur öryggi kjósenda ógnað.

Stöðugar árásir hafa verið í Afganistan frá því í byrjun árs og mikill fjöldi borgara látist í höfuðborginni og víðar. Á Faryab svæðinu létust sjö borgarar fyrr í dag þegar bíll sem ók sölumönnum á útimarkað, keyrði á jarðsprengju.


Tengdar fréttir

Síendurteknar árásir á afganska kjósendur

Fjórar árásir á fólk sem beið eftir að vera skráð á kjörskrá. ISIS lýsti yfir ábyrgð á árás gærdagsins þar sem 57 féllu. Kosið til þings í október. Kosningunum ítrekað verið frestað af öryggisástæðum.

Sprengju beint að blaðamönnum

Hið minnsta fjórir eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsprengjuárásir í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×