„Ekkert tilefni til að vantreysta mér“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2018 12:28 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, telur sig eiga fullt erindi til að starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Þá telur hann sig ekki hafa fariðút fyrir starfsvið sitt líkt og fram kemur í minnisblaði með niðurstöðum velferðarráðuneytisins. Þetta kom fram í máli Braga eftir lokaðan fund Velferðarnefndar sem lauk nú rétt fyrir hádegi. Upphaf málsins má rekja til umfjöllunar Stundarinnar um að Bragi hafi hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kemur fram að ráðherra hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá er ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þess þegar Bragi var útnefndur fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna. Lokaður fundur Velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan hálftólf. „Ég tel að ég eigi mjög mikið erindi inn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Ég nýt mikils trausts á erlendum vettvangi vegna minna starfa alþjóðlega. Það er það traust sem ég þarf á að halda. Hvort einhverjir þingmenn treysti mér ekki í þeim efnum, það er aukaatriði málsins. Ég vona hins vegar að þessi samræða sem við höfum átt hafi leitt það í ljós að það er ekkert tilefni til að vantreysta mér.“ Að sjálfsögðu fagna ég því, ef það verður gerð óháð úttekt á mínum störfum. Ég hef sjálfur leitað til Umboðsmanns Alþingis og óskað eftir því að hann kannaði möguleika á því að það fari fram einhver slík rannsókn. Það var mjög gagnlegur og jákvæður fundur. En það eru tormerki á því. Ef þetta væri niðurstaðan væri ég örugglega sá sem fagnaði því mest.“ Tengdar fréttir Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Bragi Guðbrandsson ætlar að meta framboð sitt til barnaréttanefndar SÞ út frá niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis, taki embættið mál hans til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason situr fyrir svörum velferðarnefndar um málið í dag. 30. apríl 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, telur sig eiga fullt erindi til að starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Þá telur hann sig ekki hafa fariðút fyrir starfsvið sitt líkt og fram kemur í minnisblaði með niðurstöðum velferðarráðuneytisins. Þetta kom fram í máli Braga eftir lokaðan fund Velferðarnefndar sem lauk nú rétt fyrir hádegi. Upphaf málsins má rekja til umfjöllunar Stundarinnar um að Bragi hafi hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kemur fram að ráðherra hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá er ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þess þegar Bragi var útnefndur fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna. Lokaður fundur Velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan hálftólf. „Ég tel að ég eigi mjög mikið erindi inn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Ég nýt mikils trausts á erlendum vettvangi vegna minna starfa alþjóðlega. Það er það traust sem ég þarf á að halda. Hvort einhverjir þingmenn treysti mér ekki í þeim efnum, það er aukaatriði málsins. Ég vona hins vegar að þessi samræða sem við höfum átt hafi leitt það í ljós að það er ekkert tilefni til að vantreysta mér.“ Að sjálfsögðu fagna ég því, ef það verður gerð óháð úttekt á mínum störfum. Ég hef sjálfur leitað til Umboðsmanns Alþingis og óskað eftir því að hann kannaði möguleika á því að það fari fram einhver slík rannsókn. Það var mjög gagnlegur og jákvæður fundur. En það eru tormerki á því. Ef þetta væri niðurstaðan væri ég örugglega sá sem fagnaði því mest.“
Tengdar fréttir Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Bragi Guðbrandsson ætlar að meta framboð sitt til barnaréttanefndar SÞ út frá niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis, taki embættið mál hans til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason situr fyrir svörum velferðarnefndar um málið í dag. 30. apríl 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Sjá meira
Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57
Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53
Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Bragi Guðbrandsson ætlar að meta framboð sitt til barnaréttanefndar SÞ út frá niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis, taki embættið mál hans til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason situr fyrir svörum velferðarnefndar um málið í dag. 30. apríl 2018 06:00