Lykilatriði sé að breyta viðhorfum foreldranna Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. maí 2018 07:15 "Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi,“ sagði Þorbjörn Guðmundsson í aðsendri grein. Fréttablaðið/Vilhelm Breyta þarf námi grunnskólanna og viðhorfi foreldra til þess að hægt sé að efla iðnnám hér á landi, að mati Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Samtaka iðnaðarins. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, ritaði grein í Fréttablaðið í vikunni þar sem hann gerir grein fyrir mikilli fækkun á útskrifuðum iðnnemum síðustu tíu ár. „Iðan fræðslusetur heldur utan um skráningu á fjölda sveinsprófa í 36 iðngreinum. Tölurnar sýna að árið 2008 lauk 681 einstaklingur sveinsprófi. Árið 2016 var þessi tala komin niður í 448. Það er 35% fækkun. Í mannvirkjagerð er ástandið hroðalegt. Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi. Þetta er fækkun um hartnær 70%. Málurum, múrurum og pípurum fækkar líka,“ skrifar Þorbjörn.Guðrún Hafsteinsdóttir segir Samtök iðnaðarins vinna stöðugt að eflingu iðnnáms. Samtökin séu með tvo starfsmenn á launum sem séu í samskiptum við grunnskólana, samtökin séu meðeigendur í Tækniskólanum og Háskólanum í Reykjavík, haldi úti vefsíðunni Nema hvað? og sendi öllum börnum á Íslandi í 9. og 10. bekk fræðsluefni um fjölbreyttar iðngreinar. Þá hafi verið gerð upplýsinga- og fræðslumyndbönd fyrir unglinga. „Við höfum rætt það svolítið innan samtakanna að við hefðum kannski þurft að beina sjónum okkar meira að foreldrum heldur en í beinni markaðssetningu að börnunum,“ segir Guðrún og bendir á að viðhorf foreldranna hafi áhrif á ákvarðanir barnanna. „Síðan held ég að við verðum að gera gríðarlegar breytingar í grunnskólunum, auka þar vægi iðngreina, bæði með hæfum kennurum en síðan en ekki síst að börnin okkar fái að kynnast mismunandi handverki. Með fullri virðingu fyrir þeirri handverkskennslu sem á sér stað í grunnskólunum þá held ég að ansi mörg börn séu að koma heim með brauðbretti og smjörhnífa ár eftir ár eftir ár. Það sé nánast öll kennslan. En það eru ekki margir grunnskólar að sýna þeim inn í heim rafmagnsins, múrverksins, flísalagna og ég gæti haldið endalaust svoleiðis áfram,“ segir Guðrún. Guðrún segir að Íslendingar hafi sem þjóð leyft sér að tala niður til iðnaðarins og til iðnnemanna. „Að það sé fólk sem var skussar í námi eða að þeir hafi farið í iðngreinar vegna þess að þeir gátu ekki annað. Þetta er algjör misskilningur og við þurfum á mjög hæfu handverksfólki að halda þannig að þeir sem eru að byggja hús og leysa úrlausnarefni tengd því þurfa að vera mjög klárir einstaklingar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Breyta þarf námi grunnskólanna og viðhorfi foreldra til þess að hægt sé að efla iðnnám hér á landi, að mati Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Samtaka iðnaðarins. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, ritaði grein í Fréttablaðið í vikunni þar sem hann gerir grein fyrir mikilli fækkun á útskrifuðum iðnnemum síðustu tíu ár. „Iðan fræðslusetur heldur utan um skráningu á fjölda sveinsprófa í 36 iðngreinum. Tölurnar sýna að árið 2008 lauk 681 einstaklingur sveinsprófi. Árið 2016 var þessi tala komin niður í 448. Það er 35% fækkun. Í mannvirkjagerð er ástandið hroðalegt. Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi. Þetta er fækkun um hartnær 70%. Málurum, múrurum og pípurum fækkar líka,“ skrifar Þorbjörn.Guðrún Hafsteinsdóttir segir Samtök iðnaðarins vinna stöðugt að eflingu iðnnáms. Samtökin séu með tvo starfsmenn á launum sem séu í samskiptum við grunnskólana, samtökin séu meðeigendur í Tækniskólanum og Háskólanum í Reykjavík, haldi úti vefsíðunni Nema hvað? og sendi öllum börnum á Íslandi í 9. og 10. bekk fræðsluefni um fjölbreyttar iðngreinar. Þá hafi verið gerð upplýsinga- og fræðslumyndbönd fyrir unglinga. „Við höfum rætt það svolítið innan samtakanna að við hefðum kannski þurft að beina sjónum okkar meira að foreldrum heldur en í beinni markaðssetningu að börnunum,“ segir Guðrún og bendir á að viðhorf foreldranna hafi áhrif á ákvarðanir barnanna. „Síðan held ég að við verðum að gera gríðarlegar breytingar í grunnskólunum, auka þar vægi iðngreina, bæði með hæfum kennurum en síðan en ekki síst að börnin okkar fái að kynnast mismunandi handverki. Með fullri virðingu fyrir þeirri handverkskennslu sem á sér stað í grunnskólunum þá held ég að ansi mörg börn séu að koma heim með brauðbretti og smjörhnífa ár eftir ár eftir ár. Það sé nánast öll kennslan. En það eru ekki margir grunnskólar að sýna þeim inn í heim rafmagnsins, múrverksins, flísalagna og ég gæti haldið endalaust svoleiðis áfram,“ segir Guðrún. Guðrún segir að Íslendingar hafi sem þjóð leyft sér að tala niður til iðnaðarins og til iðnnemanna. „Að það sé fólk sem var skussar í námi eða að þeir hafi farið í iðngreinar vegna þess að þeir gátu ekki annað. Þetta er algjör misskilningur og við þurfum á mjög hæfu handverksfólki að halda þannig að þeir sem eru að byggja hús og leysa úrlausnarefni tengd því þurfa að vera mjög klárir einstaklingar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira