Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2018 06:00 Robert Mueller hefur rannsakað Rússamálið undanfarið ár. Vísir/getty Alls hafa 22 ákærur verið gefnar út og fimm hafa játað sekt sína í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, sem varð eins árs í gær. Mueller var skipaður til þess að rannsaka meint afskipti rússneskra yfirvalda af bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru 2016 og meint samráð framboðs Donalds Trump, nú forseta, við Rússa. Þá er honum heimilt að rannsaka hverja þá glæpi sem uppgötvast í millitíðinni. Þrýstingur Trump-liða á Mueller um að ljúka rannsókn sinni eykst dag frá degi. „Til hamingju Bandaríkin. Við erum nú á öðru ári mestu nornaveiða Bandaríkjasögunnar. Enn hefur ekkert bent til samráðs og ekkert til þess að nokkur hafi hindrað framgang réttvísinnar. Eina samráðið var hjá Demókrötum sem gátu ekki tryggt sér kosningasigur þrátt fyrir að hafa eytt miklu meiri peningum,“ tísti Trump í gær. Samkvæmt nýlegri könnun CNN eru 44 prósent samþykk rannsókn Muellers, 38 ósamþykk. Þrýstingurinn virðist þó hafa einhver áhrif þar sem stuðningur við rannsóknina hefur minnkað undanfarið. Rudy Giuliani, einn lögmanna forsetans, fullyrti svo í gær að Mueller myndi ekki ákæra Trump, jafnvel þótt hann kæmist að því að Trump hefði gerst brotlegur við lög. Sagði hann að rannsakendateymi Muellers hefði tjáð lögfræðingateymi Trumps að Mueller myndi halda sig við þá túlkun dómsmálaráðuneytisins á stjórnarskránni að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller vildi ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla um orð Giulianis. En þótt ekki hafi enn verið ákært fyrir samráð hefur Mueller afhjúpað fjölda glæpa. Ákærði hann meðal annars Paul Manafort, áður kosningastjóra Trumps, fyrir að hafa unnið fyrir stjórnmálaafl, hliðhollt Rússum, í Úkraínu. Þeir meintu glæpir eru ótengdir framboði Trumps að því er best er vitað. Fyrrverandi starfsmenn framboðs forsetans hafa svo játað að meðal annars hafa logið um samskipti við rússneska embættismenn og rússneska starfsmenn þrýstihópa. Mike Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps til skamms tíma, játaði til að mynda að hafa logið um samskipti sín við Sergei Kisljak, sendiherra Rússa. Þá hefur Mueller jafnframt rannsakað hvort Trump sjálfur hafi hindrað framgang réttvísinnar með því að hafa rekið James Comey alríkislögreglustjóra úr starfi eftir að Comey neitaði að hætta að rannsaka mál Flynns. Trump hefur ekki sest niður með Mueller og svarað spurningum hans. Giuliani hefur sagt að Trump muni mögulega gera það af fúsum og frjálsum vilja, mögulega ekki. Robert Ray, saksóknari í Whitewater-máli Clintons, sagði við Washington Post í gær að forsetinn ætti að skilja að hann þurfi að svara spurningum Muellers, vilji hann að rannsóknin taki enda. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41 Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæp. Lögmaður Trump segir Robert Mueller sammála því áliti. 17. maí 2018 10:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Alls hafa 22 ákærur verið gefnar út og fimm hafa játað sekt sína í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, sem varð eins árs í gær. Mueller var skipaður til þess að rannsaka meint afskipti rússneskra yfirvalda af bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru 2016 og meint samráð framboðs Donalds Trump, nú forseta, við Rússa. Þá er honum heimilt að rannsaka hverja þá glæpi sem uppgötvast í millitíðinni. Þrýstingur Trump-liða á Mueller um að ljúka rannsókn sinni eykst dag frá degi. „Til hamingju Bandaríkin. Við erum nú á öðru ári mestu nornaveiða Bandaríkjasögunnar. Enn hefur ekkert bent til samráðs og ekkert til þess að nokkur hafi hindrað framgang réttvísinnar. Eina samráðið var hjá Demókrötum sem gátu ekki tryggt sér kosningasigur þrátt fyrir að hafa eytt miklu meiri peningum,“ tísti Trump í gær. Samkvæmt nýlegri könnun CNN eru 44 prósent samþykk rannsókn Muellers, 38 ósamþykk. Þrýstingurinn virðist þó hafa einhver áhrif þar sem stuðningur við rannsóknina hefur minnkað undanfarið. Rudy Giuliani, einn lögmanna forsetans, fullyrti svo í gær að Mueller myndi ekki ákæra Trump, jafnvel þótt hann kæmist að því að Trump hefði gerst brotlegur við lög. Sagði hann að rannsakendateymi Muellers hefði tjáð lögfræðingateymi Trumps að Mueller myndi halda sig við þá túlkun dómsmálaráðuneytisins á stjórnarskránni að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller vildi ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla um orð Giulianis. En þótt ekki hafi enn verið ákært fyrir samráð hefur Mueller afhjúpað fjölda glæpa. Ákærði hann meðal annars Paul Manafort, áður kosningastjóra Trumps, fyrir að hafa unnið fyrir stjórnmálaafl, hliðhollt Rússum, í Úkraínu. Þeir meintu glæpir eru ótengdir framboði Trumps að því er best er vitað. Fyrrverandi starfsmenn framboðs forsetans hafa svo játað að meðal annars hafa logið um samskipti við rússneska embættismenn og rússneska starfsmenn þrýstihópa. Mike Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps til skamms tíma, játaði til að mynda að hafa logið um samskipti sín við Sergei Kisljak, sendiherra Rússa. Þá hefur Mueller jafnframt rannsakað hvort Trump sjálfur hafi hindrað framgang réttvísinnar með því að hafa rekið James Comey alríkislögreglustjóra úr starfi eftir að Comey neitaði að hætta að rannsaka mál Flynns. Trump hefur ekki sest niður með Mueller og svarað spurningum hans. Giuliani hefur sagt að Trump muni mögulega gera það af fúsum og frjálsum vilja, mögulega ekki. Robert Ray, saksóknari í Whitewater-máli Clintons, sagði við Washington Post í gær að forsetinn ætti að skilja að hann þurfi að svara spurningum Muellers, vilji hann að rannsóknin taki enda.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41 Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæp. Lögmaður Trump segir Robert Mueller sammála því áliti. 17. maí 2018 10:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40
Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41
Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæp. Lögmaður Trump segir Robert Mueller sammála því áliti. 17. maí 2018 10:45